Íslenski boltinn

Leiknir tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leiknir er að missa af efstu liðunum í Inkasso.
Leiknir er að missa af efstu liðunum í Inkasso. vísir/getty
Leiknir Reykjavík tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjarðabyggð.

Kári Pétursson kom Leikni yfir á 44. mínútu og staðan var því 1-0 í hálfleik, gestunum úr höfuðborginni í vil.

Gestirnir gerðu tvöfalda breytingu á 57. mínútu og einungis þremur mínútum síðar jafnaði Fannar Árnason metin. Fleiri urðu mörkin ekki.

Leikurinn endaði því 1-1 og liðin skiptu stigunum bróðurlega á milli sín, en Leiknir er í 4. sæti með 24 stig - fimm stigum frá öðru sætinu.

Stigið var dýrmætt fyrir Fjarðabyggð í botnabráttunni, en liðið er nú tveimur stigum frá Huginn sem er í fallsæti.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×