Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þingsályktunartillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður lögð fram á næstu dögum. „Það er stefnt að því að gera það sem allra fyrst. Hún er í lokavinnslu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem býst fastlega við því að verða á meðal flutningsmanna tillögunnar. Hann efast þó um að hægt verði að kjósa um framtíð flugvallarins samhliða alþingiskosningum vegna laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Það væri æskilegt og það er eitt af því sem við erum að skoða núna en ég óttast um að tíminn sé orðinn of naumur, því miður,“ segir Þorsteinn. „Það breytir ekki því að þetta er þverpólitískur hópur sem vill að þjóðin fái tækifæri til að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram i Vatnsmýri,“ segir Þorsteinn. Þó segir hann engan úr röðum Pírata og Bjartrar framtíðar standa að fyrirhugaðri tillögu. Ekki liggur fyrir hverjir verða flutningsmenn tillögunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, verði fyrsti flutningsmaður. „Það er ekki ákveðið. Ég get þó alveg hugsað mér það,“ segir Þorsteinn. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýri, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá vildi hann ekki svara því hvort samtal hafi átt sér stað milli Hjartans í Vatnsmýri og hópsins sem stendur að tillögunni. Félagið hefur undanfarin misseri barist fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Í júní kvað Hæstiréttur upp dóm um að loka bæri NA-SV flugbraut flugvallarins, svokallaðri neyðarbraut, innan sextán vikna. Reykjavíkurborg hafði þá höfðað mál á hendur innanríkisráðuneyti vegna ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma um að neita að loka brautinni. „Það er margt sem bendir til þess að þetta mál sem ríkið rak hafi ekki verið nógu vel reifað af hálfu ríkisins. En áður en lengra er haldið þykir okkur rétt að vita vilja landsmanna í þessu máli,“ segir Þorsteinn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður lögð fram á næstu dögum. „Það er stefnt að því að gera það sem allra fyrst. Hún er í lokavinnslu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem býst fastlega við því að verða á meðal flutningsmanna tillögunnar. Hann efast þó um að hægt verði að kjósa um framtíð flugvallarins samhliða alþingiskosningum vegna laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Það væri æskilegt og það er eitt af því sem við erum að skoða núna en ég óttast um að tíminn sé orðinn of naumur, því miður,“ segir Þorsteinn. „Það breytir ekki því að þetta er þverpólitískur hópur sem vill að þjóðin fái tækifæri til að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vilji að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram i Vatnsmýri,“ segir Þorsteinn. Þó segir hann engan úr röðum Pírata og Bjartrar framtíðar standa að fyrirhugaðri tillögu. Ekki liggur fyrir hverjir verða flutningsmenn tillögunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, verði fyrsti flutningsmaður. „Það er ekki ákveðið. Ég get þó alveg hugsað mér það,“ segir Þorsteinn. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýri, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá vildi hann ekki svara því hvort samtal hafi átt sér stað milli Hjartans í Vatnsmýri og hópsins sem stendur að tillögunni. Félagið hefur undanfarin misseri barist fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri. Í júní kvað Hæstiréttur upp dóm um að loka bæri NA-SV flugbraut flugvallarins, svokallaðri neyðarbraut, innan sextán vikna. Reykjavíkurborg hafði þá höfðað mál á hendur innanríkisráðuneyti vegna ákvörðunar innanríkisráðherra á sínum tíma um að neita að loka brautinni. „Það er margt sem bendir til þess að þetta mál sem ríkið rak hafi ekki verið nógu vel reifað af hálfu ríkisins. En áður en lengra er haldið þykir okkur rétt að vita vilja landsmanna í þessu máli,“ segir Þorsteinn.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira