Innlent

Telur líklega ódýrara að samþykkja flóttamenn í stað þess að senda til baka

Jóhann Óli EIðsson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson. Vísir/Anton
„Ég hefði áhuga á því að sjá hvað báknið kostar samanborið við að taka fleiri mál til efnismeðferðar. Ég held það kosti miklu meira að ýta fólki úr landi.“ Á þann veg hljómaði niðurlag ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, í störfum þingsins nú áðan.

Umræðuefni Helga var Dyflinarreglugerðin og hvernig henni er beitt hér á landi. Vildi hann meina að stjórnvöld hefðu komið á þeirri stefnu að reyna vísa öllum frá landinu sem unnt væri að vísa frá.

„Algengur er sá misskilningur að það kosti að segja já. Á meðan gleymist kostnaðurinn við það að segja nei. Kostnaðurinn við að taka ákvörðun sem síðar er kærð og bröltir svo áfram í bákninu í viðleitni til að fá svarið já,“ sagði Helgi.

Að mati þingmannsins er reglugerðin notuð til að fá mál fái efnismeðferð. Því fylgi mikill kostnaður að mati Helga Hrafns. Slíkar ákvarðanir séu kærðar og því fylgi kostnaður sem felst í uppihaldi fyrir hælisleitanda og lögfræðikostnað hans.

Rétt væri að taka fleiri mál til efnismeðferðar og fá niðurstöðu í þau í stað þess að senda fólk til baka á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Kostnaður við slíkt yrði talsvert minni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×