Vill betri umferðarmerkingar og fleiri hringtorg Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 20:50 Þingmaðurinn gerði samgöngumál að umtalsefni sínu á Alþingi í dag. Vísir/Pjetur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði samgöngumál að umtalsefni sínu undir dagskrárliðnu Störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann meðal annars að auðvelt væri að leggjast í ódýrar aðgerðir til að auka umferðaröryggi á meðan biðið er eftir stærri og kostnaðarsamari framkvæmdum. Í ræðu sinni benti Vilhjálmur meðal annars á að flest alvarleg umferðarslys verði við gatnamót og að skynsamlegt væri að fjölga hringtorgum til að sporna við umferðarslysum. „Eitt banaslys kostar að lágmarki 100 milljónir en oft er hægt að leysa þetta mál með því að gera hringtorg fyrir 150 milljónir. Eitt banaslys er jafn dýrt og eitt hringtorg og þess vegna eigum við að ganga í þessi mál strax á meðan við erum að koma okkur í að fara í alvörufjárfestingar í samgöngumálum,” sagði Vilhjálmur. Meðal þess sem Vilhjálmur telur að hægt sé að gera er að merkja einbreiðar brýr, bæði með blikkljósum og kantlínum, ákveða umferðarforgang og lækka hámarkshraða í kringum þær þar til hægt er að gera brýrnar tvíbreiðar. Þá sagði Vilhjálmur einnig að til að draga úr fjölda bíla í vegaköntum, væri hægt að mála kantlínur við þjóðvegina sem sýndi að þar megi ekki stöðva eða leggja bílnum. „Ef við hefðum þessar línur hér værum við búin að draga úr þessu í staðinn fyrir að kalla alltaf eftir miklu stærri aðgerðum og fjölga útskotum, sem má vissulega gera, en það eru svona smáhlutir sem við þurfum að hugsa um til að auka umferðaröryggi og ganga í það.”Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði samgöngumál að umtalsefni sínu undir dagskrárliðnu Störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann meðal annars að auðvelt væri að leggjast í ódýrar aðgerðir til að auka umferðaröryggi á meðan biðið er eftir stærri og kostnaðarsamari framkvæmdum. Í ræðu sinni benti Vilhjálmur meðal annars á að flest alvarleg umferðarslys verði við gatnamót og að skynsamlegt væri að fjölga hringtorgum til að sporna við umferðarslysum. „Eitt banaslys kostar að lágmarki 100 milljónir en oft er hægt að leysa þetta mál með því að gera hringtorg fyrir 150 milljónir. Eitt banaslys er jafn dýrt og eitt hringtorg og þess vegna eigum við að ganga í þessi mál strax á meðan við erum að koma okkur í að fara í alvörufjárfestingar í samgöngumálum,” sagði Vilhjálmur. Meðal þess sem Vilhjálmur telur að hægt sé að gera er að merkja einbreiðar brýr, bæði með blikkljósum og kantlínum, ákveða umferðarforgang og lækka hámarkshraða í kringum þær þar til hægt er að gera brýrnar tvíbreiðar. Þá sagði Vilhjálmur einnig að til að draga úr fjölda bíla í vegaköntum, væri hægt að mála kantlínur við þjóðvegina sem sýndi að þar megi ekki stöðva eða leggja bílnum. „Ef við hefðum þessar línur hér værum við búin að draga úr þessu í staðinn fyrir að kalla alltaf eftir miklu stærri aðgerðum og fjölga útskotum, sem má vissulega gera, en það eru svona smáhlutir sem við þurfum að hugsa um til að auka umferðaröryggi og ganga í það.”Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira