Snörp orðaskipti á þingi um framlög ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 15:12 Oddný Harðardóttir þingmaður og formaður Samfylkingarinnar beindi fyrirspurn um uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins til Kristjáns Þórs Júlíusson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn lagði út af undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem hann setti af stað síðastliðið vor. Hátt í 90 þúsund Íslendingar skrifuðu undir en krafan sem sett var fram var að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í heilbrigðiskerfið. „Stjórnmálamenn verða að svara því hvernig á að ná því markmiði og forgangsraða. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra þekkir það jafnvel og ég að mikil þörf er á uppbyggingu í heilbrigðisþjónustunni um allt land. Slæm staða til dæmis á Landspítalanum er með þeim hætti að ástæða er til að hafa áhgygjur af öryggi sjúklinga ef ekki verður bætt úr á næstu árum,“ sagði Oddný.„Almenningur hefur fengið nóg“ Hún setti síðan kröfu almennings í undirskriftasöfnunni í samhengi við nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára en sagði ekki tekið tillit til kröfu almennings í henni. „Almenningur hefur fengið nóg og krefst þess að neikvæðri þróun verði snúið við. Áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum til næstu fimm ára tekur ekki tillit til þessarar kröfu almennings. Því spyr ég hæstvirtan heilbrigðisráðherra: var tekin ákvörðun um það í ríkisstjórn að hlusta ekki á þessa kröfu fólksins?“Heilbrigðisráðherra sagði það mjög einkennilegt að hlusta á þingmanninn ræða um það að fjármálaáætlunin tæki ekki tillit til kröfu almennings um uppbyggingu í heilbrigðiskerfisins þegar höfð væri í huga sú áhersla sem lögð væri á málaflokkinn í áætluninni. „Við erum að horfa til þess, ef við horfum bara á sjúkrahúsþjónustuna, þar eru útgjöldin að vaxa frá árinu 2016 til 2021 úr tæpum 75 milljörðum upp í rúma 90 milljarða króna og menn tala um það að það sé ekki verið að mæta óskum um aukin framlög í sjúkrahúsþjónustu. Ég kalla þetta vöxt, það getur vel verið að háttvirtur þingmaður hafi annan skilning á þessu,“ sagði Kristján Þór og bætti við að áætlað sé að raunvöxtur á tímabilinu verði 12 prósent á tímabilinu. Þá væri ráðgert að byggja fleiri en fimm ný hjúkrunarheimili.Ekki sérstakur vilji hjá stjórnvöldum að hundsa kröfu almennings um bætt heilbrigðiskerfi „Ég kalla þetta að bæta þjónustuna. Ég skal vera fyrstur manna til að taka undir það með háttvirtum þingmanni að það má vel gera betur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum en það er langur vegur að ætla það að það sé einhver sérstakur vilji hjá stjórnvöldum í þessu landi að hundsa þá miklu áherslu sem almenningur í landinu hefur á þennan málaflokk.“ Oddný minnti þá á að til þess að halda í horfinu þyrfti Landspítalinn 5,3 milljarða til viðbótar í rekstur sinn á næsta ári. Fjármálaáætlunin gerði hins vegar aðeins ráð fyrir 2,3 milljörðum króna til viðbótar í rekstur spítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Því væri ljóst að þjónustan á þessum tveimur spítölum myndi dragast saman. Þessu svaraði heilbrigðisráðherra fullum hálsi og sagði með ólíkindum að hlusta á þingmanninn. Kristján Þór sagði að fjármálaáætlunin væri ekki fjárlagafrumvarp næsta árs. „Það er alveg viðurkennt [...] að það er mikið svigrúm inni í fjármálaáætluninni til þess að mæta einstökum útgjöldum. Að ræða það í þessu samhengi að 5,3 milljarða vöntun inn í Landspítalann í 190 miljarða veltu í heilbrigðismálum ráði og skipti sköpum, það er bara ekki eðlilegt að ræða þetta út frá þeim samanburði. Ég fullyrði það að samkvæmt áætlunum stjórnvalda [...] er ekki gert ráð fyrir því að þjónusta Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri muni dragast saman. Það er rangt af háttvirtum þingmanni að gefa það til kynna og það er ekki sanngjarnt að ræða málefni heilbrigðiskerfisins með þeim hætti.“ Alþingi Tengdar fréttir Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við rekstraraðila um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna. 18. mars 2016 22:15 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Oddný Harðardóttir þingmaður og formaður Samfylkingarinnar beindi fyrirspurn um uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins til Kristjáns Þórs Júlíusson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmaðurinn lagði út af undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem hann setti af stað síðastliðið vor. Hátt í 90 þúsund Íslendingar skrifuðu undir en krafan sem sett var fram var að 11 prósentum af vergri landsframleiðslu yrði varið í heilbrigðiskerfið. „Stjórnmálamenn verða að svara því hvernig á að ná því markmiði og forgangsraða. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra þekkir það jafnvel og ég að mikil þörf er á uppbyggingu í heilbrigðisþjónustunni um allt land. Slæm staða til dæmis á Landspítalanum er með þeim hætti að ástæða er til að hafa áhgygjur af öryggi sjúklinga ef ekki verður bætt úr á næstu árum,“ sagði Oddný.„Almenningur hefur fengið nóg“ Hún setti síðan kröfu almennings í undirskriftasöfnunni í samhengi við nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára en sagði ekki tekið tillit til kröfu almennings í henni. „Almenningur hefur fengið nóg og krefst þess að neikvæðri þróun verði snúið við. Áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum til næstu fimm ára tekur ekki tillit til þessarar kröfu almennings. Því spyr ég hæstvirtan heilbrigðisráðherra: var tekin ákvörðun um það í ríkisstjórn að hlusta ekki á þessa kröfu fólksins?“Heilbrigðisráðherra sagði það mjög einkennilegt að hlusta á þingmanninn ræða um það að fjármálaáætlunin tæki ekki tillit til kröfu almennings um uppbyggingu í heilbrigðiskerfisins þegar höfð væri í huga sú áhersla sem lögð væri á málaflokkinn í áætluninni. „Við erum að horfa til þess, ef við horfum bara á sjúkrahúsþjónustuna, þar eru útgjöldin að vaxa frá árinu 2016 til 2021 úr tæpum 75 milljörðum upp í rúma 90 milljarða króna og menn tala um það að það sé ekki verið að mæta óskum um aukin framlög í sjúkrahúsþjónustu. Ég kalla þetta vöxt, það getur vel verið að háttvirtur þingmaður hafi annan skilning á þessu,“ sagði Kristján Þór og bætti við að áætlað sé að raunvöxtur á tímabilinu verði 12 prósent á tímabilinu. Þá væri ráðgert að byggja fleiri en fimm ný hjúkrunarheimili.Ekki sérstakur vilji hjá stjórnvöldum að hundsa kröfu almennings um bætt heilbrigðiskerfi „Ég kalla þetta að bæta þjónustuna. Ég skal vera fyrstur manna til að taka undir það með háttvirtum þingmanni að það má vel gera betur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum en það er langur vegur að ætla það að það sé einhver sérstakur vilji hjá stjórnvöldum í þessu landi að hundsa þá miklu áherslu sem almenningur í landinu hefur á þennan málaflokk.“ Oddný minnti þá á að til þess að halda í horfinu þyrfti Landspítalinn 5,3 milljarða til viðbótar í rekstur sinn á næsta ári. Fjármálaáætlunin gerði hins vegar aðeins ráð fyrir 2,3 milljörðum króna til viðbótar í rekstur spítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Því væri ljóst að þjónustan á þessum tveimur spítölum myndi dragast saman. Þessu svaraði heilbrigðisráðherra fullum hálsi og sagði með ólíkindum að hlusta á þingmanninn. Kristján Þór sagði að fjármálaáætlunin væri ekki fjárlagafrumvarp næsta árs. „Það er alveg viðurkennt [...] að það er mikið svigrúm inni í fjármálaáætluninni til þess að mæta einstökum útgjöldum. Að ræða það í þessu samhengi að 5,3 milljarða vöntun inn í Landspítalann í 190 miljarða veltu í heilbrigðismálum ráði og skipti sköpum, það er bara ekki eðlilegt að ræða þetta út frá þeim samanburði. Ég fullyrði það að samkvæmt áætlunum stjórnvalda [...] er ekki gert ráð fyrir því að þjónusta Landspítalans eða Sjúkrahússins á Akureyri muni dragast saman. Það er rangt af háttvirtum þingmanni að gefa það til kynna og það er ekki sanngjarnt að ræða málefni heilbrigðiskerfisins með þeim hætti.“
Alþingi Tengdar fréttir Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við rekstraraðila um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna. 18. mars 2016 22:15 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Ríkið hyggst leggja meira fé til reksturs hjúkrunarheimila Ríkisstjórnin samþykkti í dag að fela ráðherrum heilbrigðis- og fjármála að ræða við rekstraraðila um mögulega styrkingu á rekstrargrunni heimilanna. 18. mars 2016 22:15
Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13