Sigmundur Davíð: Dagsetning kosninga algert aukaatriði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 10:13 Sigmundur Davíð við Bessastaði í apríl síðastliðnum. Vísir/Anton „Maður eyddi vikum í að birta allar upplýsingar og skila öllum gögnum sem hafði verið beðið um. En síðan kom bara í ljós að búið var að undirbúa eitthvað handrit í sjö mánuði og í mörgum löndum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sigmundur Davíð hefur verið meira í umræðunni síðastliðnar vikur en mánuðina þar á undan. Undir lok síðasta mánaðar mætti hann í viðtal á Útvarpi Sögu þar sem hann fór mikinn en um svipað leiti hafði hann sent fjölpóst á skráða meðlimi í Framsóknarflokknum. Eftir að hann tjáði sig þá efuðust margir um afstöðu Sigmundar til kosninga í haust. „Ég skrifaði grein fyrir viku síðan þar sem ég fór yfir grundvallarmál sem þyrfti að klára. Umræða um hana snerist öll um hvort bíða ætti með kosningarnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að dagsetning kosninganna væri algert aukaatriði. „Það skiptir ekki máli hvenær er kosið svo lengi sem ríkisstjórnin hefur staðið við það sem hún hefur lofað. Það má kjósa í ágúst ef menn vilja.“Ríkissjóði þarf að koma í sjálfbært horf Sigmundur segir að það séu nokkur grundvallaratriði sem standi út af. Þar á meðal megi nefna kjör eldri borgara, afnám verðtryggingarinnar og þeirra sem þiggja örorkulífeyri. „Við höfum ekki alltaf verið sammála um allt en gátum alltaf náð samkomulagi með heildarmyndina í huga,“ sagði Sigmundur. Verðtryggingin hafi verið mál sem flokkarnir voru ekki alveg sammála um. Þar hafi hins vegar verið unnin mikil undirbúningsvinna sem hafi degist á langinn af góðum og gildum ástæðum. Rétt hafi verið að bíða eftir vendingum í afnámi hafta og húsnæðismálum áður en þetta yrði tekið til meðferðar. „Ég hef margsinnis gefið fyrirheit varðandi verðtrygginguna og lífeyrisréttindi eldri borgara og öryrkja. Um áramótin áttum við erfiða umræðu þar sem það var ákveðið að hækka ekki lífeyri þessara hópa afturvirkt. Við lofuðum að bæta kjör þeirra þegar búið væri að koma ríkissjóði í sjálfbært horf,“ sagði Sigmundur Davíð. Formaðurinn var meðal annars spurður af þáttastjórnendum hvort hann teldi Sjálfstæðisflokkinn taka hagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar. „Það er eðlilegt að hafa fulltrúa ákveðinna sjónarmiða inn á þingi. Ef við skoðum til að mynda lífeyrissjóðina og verkalýðshreyfinguna þá hefur Samfylkingin varið þeirra hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan verið að verja hagsmuni annara hópa sem þeir telja sig vera í forsvari fyrir.“Ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur tvíbókar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta í byrjun vikunnar. Athygli vakti að Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. „Ég var með fjölskyldunni á ferðalagi sem var löngu búið að ákveða. Þessi dagsetning lá líka fyrir fyrir löngu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tvíbóka daga,“ sagði Sigmundur. Hann segist hafa sent nýjum forseta kveðju og hann muni hitta hann í mat á næstu dögum. „Mér fannst samt skemmtilegt hve ákveðnir aðilar söknuðu mín miðað við hvað þeir eru alltaf rosalega pirraðir þegar ég er síðan á staðnum. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
„Maður eyddi vikum í að birta allar upplýsingar og skila öllum gögnum sem hafði verið beðið um. En síðan kom bara í ljós að búið var að undirbúa eitthvað handrit í sjö mánuði og í mörgum löndum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sigmundur Davíð hefur verið meira í umræðunni síðastliðnar vikur en mánuðina þar á undan. Undir lok síðasta mánaðar mætti hann í viðtal á Útvarpi Sögu þar sem hann fór mikinn en um svipað leiti hafði hann sent fjölpóst á skráða meðlimi í Framsóknarflokknum. Eftir að hann tjáði sig þá efuðust margir um afstöðu Sigmundar til kosninga í haust. „Ég skrifaði grein fyrir viku síðan þar sem ég fór yfir grundvallarmál sem þyrfti að klára. Umræða um hana snerist öll um hvort bíða ætti með kosningarnar,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að dagsetning kosninganna væri algert aukaatriði. „Það skiptir ekki máli hvenær er kosið svo lengi sem ríkisstjórnin hefur staðið við það sem hún hefur lofað. Það má kjósa í ágúst ef menn vilja.“Ríkissjóði þarf að koma í sjálfbært horf Sigmundur segir að það séu nokkur grundvallaratriði sem standi út af. Þar á meðal megi nefna kjör eldri borgara, afnám verðtryggingarinnar og þeirra sem þiggja örorkulífeyri. „Við höfum ekki alltaf verið sammála um allt en gátum alltaf náð samkomulagi með heildarmyndina í huga,“ sagði Sigmundur. Verðtryggingin hafi verið mál sem flokkarnir voru ekki alveg sammála um. Þar hafi hins vegar verið unnin mikil undirbúningsvinna sem hafi degist á langinn af góðum og gildum ástæðum. Rétt hafi verið að bíða eftir vendingum í afnámi hafta og húsnæðismálum áður en þetta yrði tekið til meðferðar. „Ég hef margsinnis gefið fyrirheit varðandi verðtrygginguna og lífeyrisréttindi eldri borgara og öryrkja. Um áramótin áttum við erfiða umræðu þar sem það var ákveðið að hækka ekki lífeyri þessara hópa afturvirkt. Við lofuðum að bæta kjör þeirra þegar búið væri að koma ríkissjóði í sjálfbært horf,“ sagði Sigmundur Davíð. Formaðurinn var meðal annars spurður af þáttastjórnendum hvort hann teldi Sjálfstæðisflokkinn taka hagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar. „Það er eðlilegt að hafa fulltrúa ákveðinna sjónarmiða inn á þingi. Ef við skoðum til að mynda lífeyrissjóðina og verkalýðshreyfinguna þá hefur Samfylkingin varið þeirra hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan verið að verja hagsmuni annara hópa sem þeir telja sig vera í forsvari fyrir.“Ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur tvíbókar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta í byrjun vikunnar. Athygli vakti að Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. „Ég var með fjölskyldunni á ferðalagi sem var löngu búið að ákveða. Þessi dagsetning lá líka fyrir fyrir löngu en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég tvíbóka daga,“ sagði Sigmundur. Hann segist hafa sent nýjum forseta kveðju og hann muni hitta hann í mat á næstu dögum. „Mér fannst samt skemmtilegt hve ákveðnir aðilar söknuðu mín miðað við hvað þeir eru alltaf rosalega pirraðir þegar ég er síðan á staðnum. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00