Framkvæmdir við Reykjanesbraut verði settar í forgang sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2016 13:10 Unnið er að því að koma tvöföldun Reykjanesbrautar inn á samgönguáætlun, sem lögð verður fyrir þingið þegar það kemur aftur saman, að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmanns Suðurkjördæmis. Ragnheiður Elín fundaði með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og þrýstihópum Stopp hingað og ekki lengra í gær en markmið hópsins er að knýja fram framkvæmdir á Reykjanesbraut. Þess er annars vegar krafist að Reykjanesbraut verði tvöfölduð og hins vegar að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum á milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar undir eins.Frumvarp í vinnslu í ráðuneytinu „Þetta var mjög góður fundur og ég vilja á að hrósa þessum hópi fyrir þeirra vinnubrögð og hversu vel þau setja fram mál sitt. Ég þekki þetta náttúrulega af eigin raun sem íbúi á svæðinu og hef séð aukninguna á umferð þarna, eins og aðrir íbúar. Innanríkisráðherra upplýsti um það á fundinum að það væri í vinnslu í ráðuneytinu að setja þennan part vegarins inn á samgönguáætlun sem er til meðferðar í þinginu," segir Ragnheiður Elín. „Hópurinn kom síðan með tillögur um bráðabirgðaaðgerðir sem verða skoðaðar en þær miða allar að því að auka umferðaröryggi.Ragnheiður Elín þekkir það af eigin raun hversu mikill umferðarþungi er oft á þessum slóðum.vísir/gvaRagnheiður segir mikilvægt sé að brugðist verði við hratt og örugglega. „Við sjáum aukinn umferðarþunga þarna og þó það sé ekkert að því að hinkra á gatnamótum í nokkrar mínútur eftir að komast út á veg þá verður það oft til þess að fólk fer að taka sjénsinn og það skapar hættu. Þannig að það þarf að bregðast við með annað hvort hringtorgum eða öðrum aðgerðum og það tel ég að við þurfum að setja í forgang og það er það sem verður sett í skoðun," segir hún.Brýn þörf á úrbótum Hins vegar sé erfitt að segja til um hvenær hægt verði að hefjast handa, en að í millitíðinni þurfi að grípa til bráðabirgðaaðgerða. „Það kom skýrt fram á þessum fundi að ráðuneytið og samgönguyfirvöld eru meðvituð um þessa stöðu og það er mikill áhugi og vilji til þess að leysa það. Ég held það sé ekki síst til að koma þessum málum þannig að það sjái fyrir endann á því og að í millitíðinni verði bætt úr þeim öryggisatriðum sem þarna eru. Það er mjög brýn og knýjandi þörf á að bæta úr, þannig að þetta verði unnið í þessum áföngum," segir Ragnheiður Elín. Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður þrýstihópsins, segir fundinn hafa verið góðan. Nú verði að bíða og sjá til hvaða aðgerða stjórnvöld muni grípa. Hópurinn muni halda kröfu sinni til streitu þar til stjórnvöld bregðist við. „Við áttum gott spjall en við eigum eftir að eiga gott spjall líka við þingmennina í kjördæminu. Við höfum ekki fengið viðbrögð frá nærri því öllum þannig að við þurfum að halda áfram að eiga samtal og þannig byggjum við þetta upp. Við erum ekki að fara í neina skærustarfsemi. Við ætlum ekki að loka Reykjanesbraut eða neitt þess háttar. Við ætlum að eiga samtalið og afgreiða þetta með ráðamönnum," segir Ísak Ernir. X16 Suður Tengdar fréttir Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Skapa frekar hættu en að minnka hana segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 19. júlí 2016 13:19 Banaslys við beygju sem stóð til að banna Banaslys varð á fimmtudag við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut. Yfirvöld tilkynntu síðasta sumar að banna ætti beygjuna. Íbúi í Höfnum segir gatnamótin hafa verið til vandræða í mörg ár. 9. júlí 2016 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Sjá meira
Unnið er að því að koma tvöföldun Reykjanesbrautar inn á samgönguáætlun, sem lögð verður fyrir þingið þegar það kemur aftur saman, að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmanns Suðurkjördæmis. Ragnheiður Elín fundaði með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og þrýstihópum Stopp hingað og ekki lengra í gær en markmið hópsins er að knýja fram framkvæmdir á Reykjanesbraut. Þess er annars vegar krafist að Reykjanesbraut verði tvöfölduð og hins vegar að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum á milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar undir eins.Frumvarp í vinnslu í ráðuneytinu „Þetta var mjög góður fundur og ég vilja á að hrósa þessum hópi fyrir þeirra vinnubrögð og hversu vel þau setja fram mál sitt. Ég þekki þetta náttúrulega af eigin raun sem íbúi á svæðinu og hef séð aukninguna á umferð þarna, eins og aðrir íbúar. Innanríkisráðherra upplýsti um það á fundinum að það væri í vinnslu í ráðuneytinu að setja þennan part vegarins inn á samgönguáætlun sem er til meðferðar í þinginu," segir Ragnheiður Elín. „Hópurinn kom síðan með tillögur um bráðabirgðaaðgerðir sem verða skoðaðar en þær miða allar að því að auka umferðaröryggi.Ragnheiður Elín þekkir það af eigin raun hversu mikill umferðarþungi er oft á þessum slóðum.vísir/gvaRagnheiður segir mikilvægt sé að brugðist verði við hratt og örugglega. „Við sjáum aukinn umferðarþunga þarna og þó það sé ekkert að því að hinkra á gatnamótum í nokkrar mínútur eftir að komast út á veg þá verður það oft til þess að fólk fer að taka sjénsinn og það skapar hættu. Þannig að það þarf að bregðast við með annað hvort hringtorgum eða öðrum aðgerðum og það tel ég að við þurfum að setja í forgang og það er það sem verður sett í skoðun," segir hún.Brýn þörf á úrbótum Hins vegar sé erfitt að segja til um hvenær hægt verði að hefjast handa, en að í millitíðinni þurfi að grípa til bráðabirgðaaðgerða. „Það kom skýrt fram á þessum fundi að ráðuneytið og samgönguyfirvöld eru meðvituð um þessa stöðu og það er mikill áhugi og vilji til þess að leysa það. Ég held það sé ekki síst til að koma þessum málum þannig að það sjái fyrir endann á því og að í millitíðinni verði bætt úr þeim öryggisatriðum sem þarna eru. Það er mjög brýn og knýjandi þörf á að bæta úr, þannig að þetta verði unnið í þessum áföngum," segir Ragnheiður Elín. Ísak Ernir Kristinsson, talsmaður þrýstihópsins, segir fundinn hafa verið góðan. Nú verði að bíða og sjá til hvaða aðgerða stjórnvöld muni grípa. Hópurinn muni halda kröfu sinni til streitu þar til stjórnvöld bregðist við. „Við áttum gott spjall en við eigum eftir að eiga gott spjall líka við þingmennina í kjördæminu. Við höfum ekki fengið viðbrögð frá nærri því öllum þannig að við þurfum að halda áfram að eiga samtal og þannig byggjum við þetta upp. Við erum ekki að fara í neina skærustarfsemi. Við ætlum ekki að loka Reykjanesbraut eða neitt þess háttar. Við ætlum að eiga samtalið og afgreiða þetta með ráðamönnum," segir Ísak Ernir.
X16 Suður Tengdar fréttir Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Skapa frekar hættu en að minnka hana segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 19. júlí 2016 13:19 Banaslys við beygju sem stóð til að banna Banaslys varð á fimmtudag við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut. Yfirvöld tilkynntu síðasta sumar að banna ætti beygjuna. Íbúi í Höfnum segir gatnamótin hafa verið til vandræða í mörg ár. 9. júlí 2016 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Sjá meira
Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Skapa frekar hættu en að minnka hana segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 19. júlí 2016 13:19
Banaslys við beygju sem stóð til að banna Banaslys varð á fimmtudag við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut. Yfirvöld tilkynntu síðasta sumar að banna ætti beygjuna. Íbúi í Höfnum segir gatnamótin hafa verið til vandræða í mörg ár. 9. júlí 2016 06:00