Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2016 17:59 HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. Vísir „Við höfðum engan ávæning af þessu,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorsígildistonnum á tæpa fjóra milljarða króna af útgerðinni Hafnarnes VER í Þorlákshöfn. HB Grandi segist vera með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði án þess að skerða afla annarra starfsstöðva félagsins.Gunnsteinn Ómarsson.Gunnsteinn segir bæjarfulltrúa Ölfuss í sumarfríi og er áætlað að reyna að koma bæjarstjórn saman í næstu viku á fund til að fara yfir málið. „Við vissum af því að fjárhagsstaðan væri erfið en það hafði ekkert verið kynnt fyrir okkur í sjálfu sér. Þetta er reiðarslag að aflaheimildirnar fari héðan,“ segir Gunnsteinn en í tilkynningunni frá HB Granda kemur fram að með þessum viðskiptum greiði Hafnarnes VER úr skuldamálum félagsins sem stofnað var til með kaupum á aflaheimildum. Unnið hafi verið að lausn á skuldamálum félagsins á undanförnum árum, en við hrunið jukust skuldir þess verulega. Er sala aflaheimildanna sögð nauðsynlegur þáttur til að unnt verði að halda áfram rekstri félagsins, en með breyttum áherslum. „Fljótt á litið gætu þetta verið 30 störf. Bæði sjómannsstörf og störf í landi,“ segir Gunnsteinn en bætir við: „ Svo veit maður ekki hvaða áform þessir aðilar hafa, eigendur Hafnarness, væntanlega verður það fyrirtæki enn til staðar og hvaða áform þau hafa um rekstur á því fyrirtæki, það er erfitt að segja nokkuð um þetta en auðvitað er þetta kjaftshögg að aflaheimildirnar fari.“ Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Við höfðum engan ávæning af þessu,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorsígildistonnum á tæpa fjóra milljarða króna af útgerðinni Hafnarnes VER í Þorlákshöfn. HB Grandi segist vera með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði án þess að skerða afla annarra starfsstöðva félagsins.Gunnsteinn Ómarsson.Gunnsteinn segir bæjarfulltrúa Ölfuss í sumarfríi og er áætlað að reyna að koma bæjarstjórn saman í næstu viku á fund til að fara yfir málið. „Við vissum af því að fjárhagsstaðan væri erfið en það hafði ekkert verið kynnt fyrir okkur í sjálfu sér. Þetta er reiðarslag að aflaheimildirnar fari héðan,“ segir Gunnsteinn en í tilkynningunni frá HB Granda kemur fram að með þessum viðskiptum greiði Hafnarnes VER úr skuldamálum félagsins sem stofnað var til með kaupum á aflaheimildum. Unnið hafi verið að lausn á skuldamálum félagsins á undanförnum árum, en við hrunið jukust skuldir þess verulega. Er sala aflaheimildanna sögð nauðsynlegur þáttur til að unnt verði að halda áfram rekstri félagsins, en með breyttum áherslum. „Fljótt á litið gætu þetta verið 30 störf. Bæði sjómannsstörf og störf í landi,“ segir Gunnsteinn en bætir við: „ Svo veit maður ekki hvaða áform þessir aðilar hafa, eigendur Hafnarness, væntanlega verður það fyrirtæki enn til staðar og hvaða áform þau hafa um rekstur á því fyrirtæki, það er erfitt að segja nokkuð um þetta en auðvitað er þetta kjaftshögg að aflaheimildirnar fari.“
Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09