Þetta er ómissandi í snyrtibudduna fyrir ferðalagið Adda Soffía skrifar 29. júlí 2016 15:15 Glamour/SiljaMagg Það þekkja sennilega margir að pakka allt of miklu fyrir ferðalag. Þegar valkvíðinn tekur yfir og þú tekur með þér sjö naglalökk og fimm augnskuggapallettur, bara til þess að vera alveg viss.Í júníblaði Glamour var að finna einfaldar leiðbeiningar um hvernig hægt er að forðast þessi mistök og skipuleggja snyrtibudduna fyrir ferðalagið, hvort sem það sé útilegan, borgarferðin, sólarlandaferðin eða ferðalög á exótískar slóðir, og er tilvalið að setja það hér inn fyrir stærstu ferðahelgi ársins. Hér eru nokkur ráð til að fylgja: - Fjölnota vörur eru stórsniðugur kostur þegar pakkað er fyrir ferðalag.- Skipuleggðu förðunarvörurnar eftir því í hverju þú ætlar að vera og eftir veðri.- Notaðu gellakk yfir naglalakkið svo það haldist vel á allt fríið.- Reyndu að pakka snyrtivörum sem ólíklegt er að leki eða springi, eins og hreinsikremi í stað -mjólkur. ÚtileganNú segir einhver: Þarf að taka með sér snyrtivörur í útilegu? Já. Svarið er já. Hreinlætið verður ekkert eftir heima þó maður sofi í tjaldi í nokkra daga. Og það má alveg vera pæja í lopapeysunni. Litlar pakkningar, fjölnota hreinsir sem þægilegt er að nota og gott rakakrem fyrir húðina. BorgarfríiðÍ borgarferðum er tímanum oftast varið í langa göngutúra um götur borgarinnar og í verslunum. Eftir daginn er gott að hvíla lúin bein á veitingahúsi, og þá er gott að vera með réttu vörurnar við höndina. Fjölnota snyrtivörur, andlitskrem með sólar- og mengunarvörn og hársprey sem passar í töskuna er málið. SólarlandaferðÞað vilja flestir ná sér í góðan lit í sólarlandaferð. Það er því mikilvægast að vera með góða sólarvörn og bera hana á sig áður en farið er út í sólina. Við sólbrúna húð er fallegt að vera með brons og gyllta tóna og svo er alveg nauðsynlegt að tapa ekki pæjuskapnum og splæsa í góðan vatnsheldan maskara. SafaríferðinFerð á framandi stað, með miklum hita og röku lofti kallar á sólarvörn með háum stuðli og góða næringu fyrir hárið. Það er samt líka nauðsynlegt að vera vel til hafður og því eru góðar augabrúnavörur og fallegt sólarpúður skylda í snyrtibudduna. Glamour Fegurð Mest lesið Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Nicole Kidman á forsíðu Glamour Glamour 9 ráð til stækka lítil rými Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Glamour
Það þekkja sennilega margir að pakka allt of miklu fyrir ferðalag. Þegar valkvíðinn tekur yfir og þú tekur með þér sjö naglalökk og fimm augnskuggapallettur, bara til þess að vera alveg viss.Í júníblaði Glamour var að finna einfaldar leiðbeiningar um hvernig hægt er að forðast þessi mistök og skipuleggja snyrtibudduna fyrir ferðalagið, hvort sem það sé útilegan, borgarferðin, sólarlandaferðin eða ferðalög á exótískar slóðir, og er tilvalið að setja það hér inn fyrir stærstu ferðahelgi ársins. Hér eru nokkur ráð til að fylgja: - Fjölnota vörur eru stórsniðugur kostur þegar pakkað er fyrir ferðalag.- Skipuleggðu förðunarvörurnar eftir því í hverju þú ætlar að vera og eftir veðri.- Notaðu gellakk yfir naglalakkið svo það haldist vel á allt fríið.- Reyndu að pakka snyrtivörum sem ólíklegt er að leki eða springi, eins og hreinsikremi í stað -mjólkur. ÚtileganNú segir einhver: Þarf að taka með sér snyrtivörur í útilegu? Já. Svarið er já. Hreinlætið verður ekkert eftir heima þó maður sofi í tjaldi í nokkra daga. Og það má alveg vera pæja í lopapeysunni. Litlar pakkningar, fjölnota hreinsir sem þægilegt er að nota og gott rakakrem fyrir húðina. BorgarfríiðÍ borgarferðum er tímanum oftast varið í langa göngutúra um götur borgarinnar og í verslunum. Eftir daginn er gott að hvíla lúin bein á veitingahúsi, og þá er gott að vera með réttu vörurnar við höndina. Fjölnota snyrtivörur, andlitskrem með sólar- og mengunarvörn og hársprey sem passar í töskuna er málið. SólarlandaferðÞað vilja flestir ná sér í góðan lit í sólarlandaferð. Það er því mikilvægast að vera með góða sólarvörn og bera hana á sig áður en farið er út í sólina. Við sólbrúna húð er fallegt að vera með brons og gyllta tóna og svo er alveg nauðsynlegt að tapa ekki pæjuskapnum og splæsa í góðan vatnsheldan maskara. SafaríferðinFerð á framandi stað, með miklum hita og röku lofti kallar á sólarvörn með háum stuðli og góða næringu fyrir hárið. Það er samt líka nauðsynlegt að vera vel til hafður og því eru góðar augabrúnavörur og fallegt sólarpúður skylda í snyrtibudduna.
Glamour Fegurð Mest lesið Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Nicole Kidman á forsíðu Glamour Glamour 9 ráð til stækka lítil rými Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour KALDA á forsíðu Footwear News Glamour Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Glamour