Viðbrögð Íslendinga kveikja von í brjósti stuðningsmanns Íslands sem stunginn var í París: „Færið okkur norðurljósin á erfiðum tímum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 11:30 Lögreglumaðurinn sem stunginn var í París eftir leik Íslands og Frakklands er djúpt snortinn yfir viðbrögðum Íslendinga. vísir/epa Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45