Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 08:30 Eder og Cristiano Ronaldo fagna í leikslok. Vísir/EPA Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. Cristiano Ronaldo átti hinsvegar sinn þátt í hetjudáðum Eder á Stade de France í gærkvöldi því Ronaldo átti dýrmætt spjall við Eder áður en þessi 28 ára gamli fyrrum leikmaður Swansea City fór inná völlinn. Eder hafði ekki spilað mikið á Evrópumótinu og átt enn eftir að skora í leik í keppni. Ronaldo var samt sem áður viss um að hann yrði hetja liðsins ef marka má viðtal við Eder eftir leikinn. „Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið. Hann gaf mér styrk og þessi orka frá honum skipti miklu máli," sagði Eder á blaðamannafundi eftir leikinn. Á 109. mínútu leiksins, þegar flestir sáu fyrir sér vítaspyrnukeppni, snéri Eder franska varnarmanninn Laurent Koscielny af sér og skoraði með frábæru langskoti í bláhornið. „Ég hafði alltaf trú á mér. Fernando Santos þjálfari veit hvað ég get og það gerir allur hópurinn líka. Þeir treysta mér, ég hef lagt mikið á mig til að geta hjálpað liðinu og í dag var það mögulegt. Ég er mjög ánægður með það sem við höfum afrekað," sagði Eder. „Við fórum í gegnum erfiðan kafla þegar Cristiano Ronaldo meiddist því hann er besti leikmaður heims og mikilvægur fyrir okkur. Hann náði samt sem áður að gefa okkur allan sinn styrk og sitt hugrekki og við náðum að landa mikilvægum sigri, bæði fyrir hann og Portúgal," sagði Eder. Eftir að hafa fengið hvatningarorðin frá Cristiano Ronaldo þá lofaði Eder líka þjálfara sínum að hann myndi skora. Ronaldo var búinn að gefa honum það mikið sjálftraust. „Þegar ég setti hann inná þá sagði hann mér að hann myndi skora. Ljóti andarunginn fór síðan inná og skoraði. Nú er hann fallegur svanur," sagði Fernando Santos, þjálfari Evrópumeistara Portúgals.Eder með Evrópubikarinn.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum Varnarmaðurinn Pepe var valinn maður leiksins þegar Portúgal tryggði sér sigur á EM í Frakklandi í kvöld. 10. júlí 2016 22:02
Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36