Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 09:00 Vísir/EPA og Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira