Sjáið Sir Alex óska Ronaldo til hamingju | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:00 Cristiano Ronaldo var í miklu stuði á Stade de France í gærkvöldi. Vísir/EPA Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Cristiano Ronaldo náði langþráðu takmarki í gærkvöldi þegar hann vann sinn fyrsta titil með portúgalska landsliðinu þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM 2016. Cristiano Ronaldo hefur unnið sautján titla með félagsliðum sínum, Manchester United og Real Madrid, á ferlinum en þrátt fyrir góðan árangur á stórmótum með portúgalska landsliðinu þá hefur kappinn ekki fengið gull um hálsinn fyrr en á Stade de France í gærkvöldi. Cristiano Ronaldo missti reyndar af stærstum hluta leiksins vegna meiðsla og var borinn grátandi af velli í fyrri hálfleiknum. Hann hjálpaði félögum sínum hinsvegar á hliðarlínunni og réð sér ekki fyrir kæti í leikslok. Það var síðan skemmtileg stund eftir verðlaunaafhendinguna þegar Cristiano Ronaldo hitti Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra hans hjá Manchester United. Cristiano Ronaldo kom átján ára gamall til Manchester United sumarið 2003 og spilaði hjá liðinu í sex tímabil.Undir handleiðslu Sir Alex Ferguson varð Cristiano Ronaldo að einum allra besta leikmanni heims en hann fékk meðal annars Gullbolta Evrópu árið 2008 áður en hann yfirgaf Old Trafford. Manchester United seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid árið 2009 en Portúgalinn hefur alltaf þakkað Ferguson fyrir að eiga stóran þátt í að gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Sir Alex Ferguson var meðal áhorfanda á Stade de France í gær og í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Skotann snjalla bíða eftir Cristiano Ronaldo. Sir Alex óskar fyrst Nani til hamingju og nokkrir aðrir leikmenn portúgalska liðsins taka líka eftir honum. Sir Alex þarf reyndar að bíða svolítið eftir Cristiano Ronaldo en það er skemmtilegt að sjá svipinn á Ronaldo þegar hann sér Ferguson. Þeir faðmast síðan innilega og það fer ekkert framhjá neinum að þeir halda góðu sambandi. Myndbandið er hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44 Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. 11. júlí 2016 10:00
Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Ronaldo borinn grátandi af velli í París Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi. 10. júlí 2016 19:44
Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo. 10. júlí 2016 13:00