Cantona syngur "Let it go“ og er ekki í vafa: Ísland átti lið Evrópumótsins 2016 | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 08:30 Eric Cantona, eða „Commissioner of Football" eins og hann hefur kallað sig á Eurosport á meðan Evrópukeppnin í fótbolta hefur verið í gangi, er nú búinn að gera upp EM í Frakklandi. Cantona hefur slegið í gegn í myndböndum sínum á Eurosport. Eric Cantona hefur oftast verið nefndur Kóngurinn af Manchester þar sem hann fór á kostum með United-liðinu á fimm sigursælum tímabilum en Frakkinn hefur einnig farið á kostum í þessari skemmtilegu myndbandaseríu á Eurosport. Cantona lék með Manchester United á árunum 1992 til 1997, skoraði 70 mörk í 156 deildarleikjum og vann sex stóra titla með félaginu.Eric Cantona náði aðeins að taka þátt í einu Evrópumóti með Frökkum en það var EM 1992 í Svíþjóð þar sem franska liðið sat eftir riðlinum. Cantona kom hinsvegar að nýloknu Evrópumóti í heimalandi sínu með stafinn og grínið að vopni þar sem hann fór reglulega yfir það sem gerðist á mótinu og setti atburðina í samhengi við sinn feril og sitt sjónarhorn á fótboltann. Í síðasta þætti sínum gerir Cantona upp úrslitaleikinn á milli Portúgal og Frakklands og síðan í framhaldinu deilir hann út verðlaunum sínum í uppgjöri þáttarins á EM 2016. Húmorinn er þarna í fyrirrúmi og það vantar ekki sjálftraustið í Cantona eins og vanalega Hann hefur eitthvað dundað sér við að leika í myndum síðustu árin og sú æfing hefur greinilega skilað sér. Cristiano Ronaldo og fiðrildin fá sem dæmi sitt pláss í þættinum sem og að hann notar enn einu sinni tækifæri til að gera grín að enska landsliðinu sem datt svo óvænt út á móti því íslenska í sextán liða úrslitunum. Það er hinsvegar ekkert nýtt við það að Frakkinn njóti sín vel í sviðsljósinu og fyrir framan myndavélarnar. Okkur Íslendingum þykir vænst um það að sjá að Eric Cantona valdi Ísland besta lið mótsins en hér fyrir neðan má sjá hvernig hann blandar saman strákunum okkar og laginu „Let it go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen. Það er hægt að sjá þetta stórskemmtilega myndband hér fyrir neðan."Let it go…"Eric Cantona's farewell to Euro 2016 features a Disney sing-along!https://t.co/JBaTfNVZL8— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 12, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira
Eric Cantona, eða „Commissioner of Football" eins og hann hefur kallað sig á Eurosport á meðan Evrópukeppnin í fótbolta hefur verið í gangi, er nú búinn að gera upp EM í Frakklandi. Cantona hefur slegið í gegn í myndböndum sínum á Eurosport. Eric Cantona hefur oftast verið nefndur Kóngurinn af Manchester þar sem hann fór á kostum með United-liðinu á fimm sigursælum tímabilum en Frakkinn hefur einnig farið á kostum í þessari skemmtilegu myndbandaseríu á Eurosport. Cantona lék með Manchester United á árunum 1992 til 1997, skoraði 70 mörk í 156 deildarleikjum og vann sex stóra titla með félaginu.Eric Cantona náði aðeins að taka þátt í einu Evrópumóti með Frökkum en það var EM 1992 í Svíþjóð þar sem franska liðið sat eftir riðlinum. Cantona kom hinsvegar að nýloknu Evrópumóti í heimalandi sínu með stafinn og grínið að vopni þar sem hann fór reglulega yfir það sem gerðist á mótinu og setti atburðina í samhengi við sinn feril og sitt sjónarhorn á fótboltann. Í síðasta þætti sínum gerir Cantona upp úrslitaleikinn á milli Portúgal og Frakklands og síðan í framhaldinu deilir hann út verðlaunum sínum í uppgjöri þáttarins á EM 2016. Húmorinn er þarna í fyrirrúmi og það vantar ekki sjálftraustið í Cantona eins og vanalega Hann hefur eitthvað dundað sér við að leika í myndum síðustu árin og sú æfing hefur greinilega skilað sér. Cristiano Ronaldo og fiðrildin fá sem dæmi sitt pláss í þættinum sem og að hann notar enn einu sinni tækifæri til að gera grín að enska landsliðinu sem datt svo óvænt út á móti því íslenska í sextán liða úrslitunum. Það er hinsvegar ekkert nýtt við það að Frakkinn njóti sín vel í sviðsljósinu og fyrir framan myndavélarnar. Okkur Íslendingum þykir vænst um það að sjá að Eric Cantona valdi Ísland besta lið mótsins en hér fyrir neðan má sjá hvernig hann blandar saman strákunum okkar og laginu „Let it go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen. Það er hægt að sjá þetta stórskemmtilega myndband hér fyrir neðan."Let it go…"Eric Cantona's farewell to Euro 2016 features a Disney sing-along!https://t.co/JBaTfNVZL8— Eurosport UK (@Eurosport_UK) July 12, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32 EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira
Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30
Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju Eric Cantona tapar ekki fyrir liði þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn tannlæknir. 2. júlí 2016 08:32
EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. 2. júlí 2016 06:00