Eiður Smári verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 12:00 Eiður Smári Guðjohnsen var gestur „Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var nefndur sem mögulegur aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar en Heimir er nú eini þjálfari íslenska liðsins eftir að Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM 2016. Eiður Smári ræddi um knattspyrnuskóla Barcelona í útvarpsviðtalinu en skólinn hefur farið fram hér á landi á síðustu dögum. Eiður Smári var að þjálfa í skólanum en hann er nýkominn heim úr frábærri för íslenska landsliðsins til Frakklands. Heimir hefur ekki ráðið sér aðstoðarmann og talað um það sjálfur út í Frakklandi að það kæmi alveg til greina að fá Eið Smára inn í þjálfarateymið. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki gefið það formlega út að hann sé hættur í landsliðinu eða hættur að spila fótbolta en margir sjá það sem flottan endapunkt á frábærum ferli að spila síðasta leikinn í átta liða úrslitum á EM. „Ég upplifði mig svolítið sem þjálfara á tímabili í Frakklandi af því að margir voru að spyrja af því hvað ég hafði sagt á fundum og hvað ég hefði sagt við leikmenn til að halda ró þeirra eða taka burtu einhvern taugastrekking," sagði Eiður í viðtalinu og bætti við: „Ég gerði þetta bara sem eldri leikmaður. Ég var í engu þjálfarahlutverki og var ekkert byrjaður í að setja mig inn í það. Ég er leikmaður með reynslu og róaði aðeins mannskapinn niður. Ég gaf bara af mér sem mér fannst ég þurfa og gat gefið," sagði Eiður Smári. „Ég er ekki á leiðinni að verða þjálfari eða á leiðinni inn í þjálfarateymið. Ég vona samt að það sem ég gerði hafi virkað. Ég sé mig alveg verða þjálfara í framtíðinni en ekki á næstunni," sagði Eiður Smári. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var gestur „Í bítinu" á Bylgjunni í morgun og þar kom fram að hann sækist ekki eftir því að verða aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var nefndur sem mögulegur aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar en Heimir er nú eini þjálfari íslenska liðsins eftir að Lars Lagerbäck hætti með liðið eftir EM 2016. Eiður Smári ræddi um knattspyrnuskóla Barcelona í útvarpsviðtalinu en skólinn hefur farið fram hér á landi á síðustu dögum. Eiður Smári var að þjálfa í skólanum en hann er nýkominn heim úr frábærri för íslenska landsliðsins til Frakklands. Heimir hefur ekki ráðið sér aðstoðarmann og talað um það sjálfur út í Frakklandi að það kæmi alveg til greina að fá Eið Smára inn í þjálfarateymið. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki gefið það formlega út að hann sé hættur í landsliðinu eða hættur að spila fótbolta en margir sjá það sem flottan endapunkt á frábærum ferli að spila síðasta leikinn í átta liða úrslitum á EM. „Ég upplifði mig svolítið sem þjálfara á tímabili í Frakklandi af því að margir voru að spyrja af því hvað ég hafði sagt á fundum og hvað ég hefði sagt við leikmenn til að halda ró þeirra eða taka burtu einhvern taugastrekking," sagði Eiður í viðtalinu og bætti við: „Ég gerði þetta bara sem eldri leikmaður. Ég var í engu þjálfarahlutverki og var ekkert byrjaður í að setja mig inn í það. Ég er leikmaður með reynslu og róaði aðeins mannskapinn niður. Ég gaf bara af mér sem mér fannst ég þurfa og gat gefið," sagði Eiður Smári. „Ég er ekki á leiðinni að verða þjálfari eða á leiðinni inn í þjálfarateymið. Ég vona samt að það sem ég gerði hafi virkað. Ég sé mig alveg verða þjálfara í framtíðinni en ekki á næstunni," sagði Eiður Smári. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira