Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júlí 2016 10:00 Mynd/Vilhelm Stokstad „Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
„Ég hef engar sérstakar óskir um að vera opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf sitt í fjölmiðlum. „Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast varð ég var við lygar þegar greint var frá því hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir hann. „Maður tapar alltaf slagnum sem opinber persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf. Ég hef engan áhuga á því að setja börnin mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðsljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir þau.“ Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum. „Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi kona mín sem og núverandi geta vottað að maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari. Þegar annað fólk er að hitta vini og vandamenn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði í þessu starfi árið 1990.“ Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir mína hönd.“ Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki. „Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upplifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakklandi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.Ítarlegt viðtal við Lars Lagerbäck má finna hér fyrir neðan. Hann gerir svo upp ævintýri íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi í sérstökum viðtalsþætti á Stöð 2 og Stöð 2 Sport annað kvöld. Styttri útgáfa á viðtalinu hefst klukkan 19.10 á Stöð 2 og það verður svo sýnt í fullri lengd klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti