Tiger Woods spilar ekki golf á árinu 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2016 20:26 Tiger Woods hefur hætt við þátttöku á PGA-meistaramótinu og umboðsmaður hans segir að Woods muni ekki taka þátt í golfmóti á þessi ári. ESPN segir frá. PGA-meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins og fer að þessu sinni fram á vegum Baltusrol golfklúbbsins í Springfield í New Jersey 28. til 31. júlí. Tiger Woods er enn að jafna sig eftir bakmeiðsli en hann hefur farið í þrjár bakaðgerðir síðan í mars 2014. Sú síðasta var síðasta haust. Með því að missa að PGA-meistaramótinu hefur Tiger misst af fjórum risamótum í röð. Hann hefur ekki tekið þátt í golfmóti síðan í ágúst 2015. Tiger Woods var skráður til keppni bæði á opna breska mótinu og á PGA-meistaramótinu en tilkynnti mótshöldurum í tíma að hann yrði ekki með. Harold Varner III mun taka pláss Tiger Woods á PGA-meistaramótinu. Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, sagði í viðtali við ESPN að Tiger væri búinn að ákveða að sleppa alveg þessu tímabili. Þeir telja ekkert vit í því að reyna að byrja að keppa í haust þegar svona fá mót eru eftir af tímabilinu. Tiger verður því heldur ekki með í Ryder-bikarnum sem fer fram í Chaska í Minnesota 30. september til 2. október. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur hætt við þátttöku á PGA-meistaramótinu og umboðsmaður hans segir að Woods muni ekki taka þátt í golfmóti á þessi ári. ESPN segir frá. PGA-meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins og fer að þessu sinni fram á vegum Baltusrol golfklúbbsins í Springfield í New Jersey 28. til 31. júlí. Tiger Woods er enn að jafna sig eftir bakmeiðsli en hann hefur farið í þrjár bakaðgerðir síðan í mars 2014. Sú síðasta var síðasta haust. Með því að missa að PGA-meistaramótinu hefur Tiger misst af fjórum risamótum í röð. Hann hefur ekki tekið þátt í golfmóti síðan í ágúst 2015. Tiger Woods var skráður til keppni bæði á opna breska mótinu og á PGA-meistaramótinu en tilkynnti mótshöldurum í tíma að hann yrði ekki með. Harold Varner III mun taka pláss Tiger Woods á PGA-meistaramótinu. Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, sagði í viðtali við ESPN að Tiger væri búinn að ákveða að sleppa alveg þessu tímabili. Þeir telja ekkert vit í því að reyna að byrja að keppa í haust þegar svona fá mót eru eftir af tímabilinu. Tiger verður því heldur ekki með í Ryder-bikarnum sem fer fram í Chaska í Minnesota 30. september til 2. október.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira