EM dagbók: Velja orðin vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 08:00 Vísir/Getty Ósjaldan hafa heyrst spurningar á blaðamannafundum í Frakklandi um hvernig mönnum hugnast hugsanlegir andstæðingar í útsláttarkeppninni. Ég heyrði þá spurningu fyrst eftir leik Englands og Slóvakíu í riðlakeppninni, er ungverskur blaðamaður spurði Roy Hodgson hvernig honum litist nú á að spila gegn Ungverjalandi í 16-liða úrslitunum ef það yrði raunin. Það varð auðvitað alls ekki raunin. Ekki frekar en þegar Patrice Evra var spurður af enskum blaðamanni hvernig honum myndi nú hugnast að Frakkland og England myndu mætast í 8-liða úrslitunum, áður en leikur Englendinga gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum fór fram. Svar Patrice Evra vakti verðskuldaða athygli enda bað hann blaðamanninn um að gera ekki endilega ráð fyrir því að England myndi vinna Ísland. Að leyfa leiknum að minnsta kosti að fara fram fyrst. Evra rifjaði upp þessi ummæli á blaðamannafundi í gær og bætti við að þó svo að Frakklandi ætlaði sér vitaskuld að vinna sigur á Íslandi í 8-liða úrslitunum bæri hann og franska liðið virðingu fyrir íslenska liðinu. Það hafi svo enn fremur farið í taugarnar á honum þegar þeir sem fjölluðu um leikinn hafi fremur gert lítið úr frammistöðu íslenska liðsins með því að segja hversu lélegir Englendingar voru í leiknum. Oftast er það engin tilviljun hvað menn láta út úr sér á blaðamannafundum, sérstaklega á við jafn stór tilefni og fyrir leik í 8-liða úrslitum á stórmóti. Ekki alltaf, en oftast. Orð sem menn velja sér móta ákveðna nálgun þeirra á leikinn, hvort sem er um hreinræktaðan sálfræðihernað að ræða eða lýsa því viðhorfi sem viðkomandi leikmaður eða þjálfari vill tileinka sér. Tökum sem dæmi ummælin sem Cristiano Ronaldo lét út úr sér eftir jafntefli Íslands og Portúgals. Sá leikur virðist reyndar í órafjarlægð í minningunni, svo mikið hefur gerst síðan þá. En sú vanvirðing sem orð Ronaldo um fögnuð íslenska liðsins [Þeir munu aldrei vinna neitt] fólu í sér eru enn framarlega í huga fólks, ekki síst eftir velgengni íslenska liðsins síðan að sá leikur fór fram. Sjálfsagt er Ronaldo alveg sama um hvað öðrum finnst um hann og það sem hann hefur að segja. Það breytir því ekki að þessi ummæli gerðu lítið til að hækka almenningsálitið á honum og portúgalska liðinu. Með ummælum sínum í gær sýndi Evra íslenska liðinu virðingu og fyrir það ber að hrósa. Enda veit hann sem er að það væri algert glapræði að bera olíu að íslenska eldinum með vanhugsuðum ummælum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Ósjaldan hafa heyrst spurningar á blaðamannafundum í Frakklandi um hvernig mönnum hugnast hugsanlegir andstæðingar í útsláttarkeppninni. Ég heyrði þá spurningu fyrst eftir leik Englands og Slóvakíu í riðlakeppninni, er ungverskur blaðamaður spurði Roy Hodgson hvernig honum litist nú á að spila gegn Ungverjalandi í 16-liða úrslitunum ef það yrði raunin. Það varð auðvitað alls ekki raunin. Ekki frekar en þegar Patrice Evra var spurður af enskum blaðamanni hvernig honum myndi nú hugnast að Frakkland og England myndu mætast í 8-liða úrslitunum, áður en leikur Englendinga gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum fór fram. Svar Patrice Evra vakti verðskuldaða athygli enda bað hann blaðamanninn um að gera ekki endilega ráð fyrir því að England myndi vinna Ísland. Að leyfa leiknum að minnsta kosti að fara fram fyrst. Evra rifjaði upp þessi ummæli á blaðamannafundi í gær og bætti við að þó svo að Frakklandi ætlaði sér vitaskuld að vinna sigur á Íslandi í 8-liða úrslitunum bæri hann og franska liðið virðingu fyrir íslenska liðinu. Það hafi svo enn fremur farið í taugarnar á honum þegar þeir sem fjölluðu um leikinn hafi fremur gert lítið úr frammistöðu íslenska liðsins með því að segja hversu lélegir Englendingar voru í leiknum. Oftast er það engin tilviljun hvað menn láta út úr sér á blaðamannafundum, sérstaklega á við jafn stór tilefni og fyrir leik í 8-liða úrslitum á stórmóti. Ekki alltaf, en oftast. Orð sem menn velja sér móta ákveðna nálgun þeirra á leikinn, hvort sem er um hreinræktaðan sálfræðihernað að ræða eða lýsa því viðhorfi sem viðkomandi leikmaður eða þjálfari vill tileinka sér. Tökum sem dæmi ummælin sem Cristiano Ronaldo lét út úr sér eftir jafntefli Íslands og Portúgals. Sá leikur virðist reyndar í órafjarlægð í minningunni, svo mikið hefur gerst síðan þá. En sú vanvirðing sem orð Ronaldo um fögnuð íslenska liðsins [Þeir munu aldrei vinna neitt] fólu í sér eru enn framarlega í huga fólks, ekki síst eftir velgengni íslenska liðsins síðan að sá leikur fór fram. Sjálfsagt er Ronaldo alveg sama um hvað öðrum finnst um hann og það sem hann hefur að segja. Það breytir því ekki að þessi ummæli gerðu lítið til að hækka almenningsálitið á honum og portúgalska liðinu. Með ummælum sínum í gær sýndi Evra íslenska liðinu virðingu og fyrir það ber að hrósa. Enda veit hann sem er að það væri algert glapræði að bera olíu að íslenska eldinum með vanhugsuðum ummælum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55