Lagerbäck: Við verðum ekki undir í baráttunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 20:30 Lars Lagerbäck segir ljóst að öll lið séu með veikleika en að það sé erfitt að finna þá í franska landsliðinu, sem verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi á sunnudag. „Frakkar eru með mikla og góða hlaupagetu í sínum liði og sterkir í návígjum,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. „En eins og við höfum séð þá verður þetta áhugaverður slagur. En það kæmi mér á óvart ef að myndum tapa fyrir þeim út af þeir hafa betur gegn okkur út af líkamlegum eða andlegum styrk. Ég er ekki viss um að þessir strákar kunni að tapa slíkum baráttum,“ sagði þjálfarinn. Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið í stóru hlutverki með íslenska liðinu á EM og hann á von á öðruvísi og erfiðari leik gegn Frakklandi en Englandi. „Ég hugsa að Frakkarnir verði með meiri hraða á boltanum og að það verði erfiðara að verjast því. Þeir koma með góðar hraðaskiptingar og eiga sterka leikmenn. Við þurfum að vera tilbúnir að mæta því,“ sagði hann. Frakkar eiga margar stórstjörnur í sínu liði en West Ham-maðurinn Dimitri Payet hefur blómstrað á EM til þessa. Það kemur líklega í hlut Birkis Más Sævarssonar að gæta hans og var hann spurður af frönskum blaðamanni hvernig honum hugnaðist það. „Payet er leikmaður með mikil gæði. Ég sé hann í hverri viku og hann spilar nánast alltaf vel. Ég þarf bara að vera ákveðinn og láta hann ekki skera inn og skjóta með hægri. Ég þarf að koma honum á vinstri fótinn.“ „Það verður erfitt að finna veikleika á franska liðinu og Payet. Ég þarf bara að vera ákveðinn og leyfa honum ekki að stýra boltanum í netið,“ sagði Birkir Már Lagerbäck segir enn fremur að ástand íslenska hópsins sé gott. Aron Einar Gunnarsson æfði lítið með liðinu í gær en verður með í dag. „Hann gerði ekkert samkvæmt læknisráði í gær en það er ekkert vandamál. Allir 23 leikmenn eru heilir og hann mun æfa í dag. Ég býst ekki við því að neinn meiðist á æfingu því ef það gerist þá mun viðkomandi upplifa afar erfiða tíma.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00 Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Sjá meira
Lars Lagerbäck segir ljóst að öll lið séu með veikleika en að það sé erfitt að finna þá í franska landsliðinu, sem verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi á sunnudag. „Frakkar eru með mikla og góða hlaupagetu í sínum liði og sterkir í návígjum,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. „En eins og við höfum séð þá verður þetta áhugaverður slagur. En það kæmi mér á óvart ef að myndum tapa fyrir þeim út af þeir hafa betur gegn okkur út af líkamlegum eða andlegum styrk. Ég er ekki viss um að þessir strákar kunni að tapa slíkum baráttum,“ sagði þjálfarinn. Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur verið í stóru hlutverki með íslenska liðinu á EM og hann á von á öðruvísi og erfiðari leik gegn Frakklandi en Englandi. „Ég hugsa að Frakkarnir verði með meiri hraða á boltanum og að það verði erfiðara að verjast því. Þeir koma með góðar hraðaskiptingar og eiga sterka leikmenn. Við þurfum að vera tilbúnir að mæta því,“ sagði hann. Frakkar eiga margar stórstjörnur í sínu liði en West Ham-maðurinn Dimitri Payet hefur blómstrað á EM til þessa. Það kemur líklega í hlut Birkis Más Sævarssonar að gæta hans og var hann spurður af frönskum blaðamanni hvernig honum hugnaðist það. „Payet er leikmaður með mikil gæði. Ég sé hann í hverri viku og hann spilar nánast alltaf vel. Ég þarf bara að vera ákveðinn og láta hann ekki skera inn og skjóta með hægri. Ég þarf að koma honum á vinstri fótinn.“ „Það verður erfitt að finna veikleika á franska liðinu og Payet. Ég þarf bara að vera ákveðinn og leyfa honum ekki að stýra boltanum í netið,“ sagði Birkir Már Lagerbäck segir enn fremur að ástand íslenska hópsins sé gott. Aron Einar Gunnarsson æfði lítið með liðinu í gær en verður með í dag. „Hann gerði ekkert samkvæmt læknisráði í gær en það er ekkert vandamál. Allir 23 leikmenn eru heilir og hann mun æfa í dag. Ég býst ekki við því að neinn meiðist á æfingu því ef það gerist þá mun viðkomandi upplifa afar erfiða tíma.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00 Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15 „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Sjá meira
Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða Ítalía virðist einna líklegast til að fara alla leið á EM í Frakklandi og Lars Lagerbäck hrósaði Antonio Conte, þjálfara ítalska liðsins. 1. júlí 2016 14:00
Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy Lars Lagerbäck, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Már Sævarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins. 1. júlí 2016 09:15
„Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29
Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46
Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31