Það verður stuð í París um helgina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2016 21:08 vísir/getty Tólfan hefur sent frá sér tilkynningu um viðburði fyrir Íslendinga í París um helgina. Það verður mikill fjöldi Íslendinga í borginni sem eflaust vilja skemmta sér saman. Af ýmsu verður að taka eins og sjá má á tilkynningu Tólfunnar hér að neðan.Tilkynning Tólfunnar:Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!! EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Tólfan hefur sent frá sér tilkynningu um viðburði fyrir Íslendinga í París um helgina. Það verður mikill fjöldi Íslendinga í borginni sem eflaust vilja skemmta sér saman. Af ýmsu verður að taka eins og sjá má á tilkynningu Tólfunnar hér að neðan.Tilkynning Tólfunnar:Næsti kafli í þessu mikla ævintýri okkar Íslendinga er við það að hefjast. Tólfan þakkar þjóðinni og öllum velunnurum þann mikla samhug sem okkur hefur verið sýndur. Það er mikill heiður fyrir okkur að eiga þátt í þessari gríðarlegu stemningu og jákvæðni sem íslenska þjóðin hefur sýnt umheiminum. Við megum öll vera stolt af okkur sem þjóð.Í krafti þessa meðbyrs mun Tólfan efna til einstakrar veislu í París um helgina. Nú þegar Epli, Eimskip og Björn Steinbekk hafa tryggt nokkrum meðlimum miða á leikinn mun Tólfan, í samstarfi við auglýsingastofuna 23, netmidi.is, Wow Air, Eskimo Travels og Carlsberg standa fyrir þéttri dagskrá.Á laugardag verður sannkallað Íslendingapartý á O´Sullivans by the Mill í Moulin Rouge. Dagskráin hefst um kl 18. Arnar Friðriksson, aka Dvergurinn, einn af trommurum Tólfunnar mun munda gítarinn og byrja partýið. Enginn annar en meistari Blaz Roca mun síðan stíga á svið og trylla lýðinn í gang. Dj Ghozt mun svo stýra stemningunni eitthvað fram á nótt. Við viljum þó taka fram að sunnudagur er leikdagur og því hvetjum við fólk til að huga að því og mæta fersk í baráttuna. Formlegri dagskrá mun því ljúka um kl 01:00Á sunnudaginn munum við hittast á O´Sullivans upp úr kl. 14:00. Við endurtökum leikinn frá því fyrir leikinn gegn Austurríki og myndum blátt haf stuðningsmanna eftir endilangri götunni. Þarna þéttum við okkur saman og komum okkur í réttan gír fyrir leikinn gegn Frökkum. Við munum sannarlega gera allt sem í okkar valdi stendur til að það fari ekki framhjá nokkrum manni að stuðningsmenn íslenska landsliðsins séu mættir í ham á völlinn.Við höldum svo á Stade de France kl. 18. Látum strákana finna fyrir nærveru okkur vel fyrir leik og sýnum þeim okkar eldheita stuðning sem þeir eiga svo sannarlega skilið.Fjölmargir aðrir velunnarar hafa gert okkur kleift að þessi veisla geti farið fram og færum við þeim bestu þakkir fyrir.Mætum blá, með jákvæðni og góða skapið að vopni því það er okkar öflugasta tól. Höldum áfram að vera þjóðinni til sóma og berum virðingu fyrir leiknum, mótherjum og stuðningsmönnum andstæðingana.Áfram Ísland!!! Tólfan Kemur!!!
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira