Rúmur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í viðureign Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þjóðirnar eiga sér töluverða sögu á íþróttasviðinu, hafa mæst í mikilvægum leikjum og ríkir eðlilega mikil spenna fyrir sunnudagskvöldi á Stade de France.
Í þessum 21. þætti af EM í dag ræða Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason eftirminnileg augnablik úr viðureignum þjóðanna, gulu spjöldin sem dreifast svo vel og Tólfuna sem fær næringu í æð.
Þáttinn má sjá í spilaranum að ofan.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á
Facebook
,
Twitter
og Snapchat (sport365).
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar