Fótbolti

Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Didier Deschamps er goðsögn í frönskum fótbolta, fyrirliði heims- og Evrópumeistara Frakka 1998 og 2000.
Didier Deschamps er goðsögn í frönskum fótbolta, fyrirliði heims- og Evrópumeistara Frakka 1998 og 2000. Vísir/Getty
Didier Descamps, landsliðsþjálfari Frakka, segist ekki hafa neinar sérstakar æfingar þar sem vítaspyrnur eru á dagskrá í undirbúningi fyrir leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Það þjóni engum tilgangi.

„Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum,“ sagði Deschamps. Franska liðið byggi það vel að vera með leikmenn í sínum röðum sem væru vanir að taka víti fyrir félögin sín.

„Sumir eru eftir, eftir æfingar, og taka víti en ég verð ekki með neina sérstaka æfingu í vítaspyrnum.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×