Fyrrum þjálfari Kolbeins: „Aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 12:00 Yahoo heimsótti Þránd Sigurðsson í Víkinga en hann þjálfaði barnastjörnuna Kolbein Sigþórsson. vísir/afp Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska fótboltaundrinu minnkar ekkert við gott gengi strákanna okkar í Frakklandi. Fjallað er um grasrótina í íslenska boltanum í grein á vefsíðu Yahoo. Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, er sagður gott dæmi um uppeldisstarf hjá íslenskum fótboltaliðum þar sem vel menntaðir þjálfarar sinna sínum störfum við góðar aðstæður. Þarna er kannski aðeins fært í stílinn með Kolbein sem var orðinn tólf ára gamall þegar fyrsta knattspyrnuhöllin reis á Íslandi en vissulega var vel séð um þennan hæfileikaríka strák sem var algjör barnastjarna á yngri árum í Víkingi. „Hann var stór og fljótur. Hann sá alltaf markið og elskaði að skora. Ég hef aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings sem hefur þjálfað börn og unglinga hjá Reykjavíkurfélaginu í áratugi. Bjarki Már Sverrisson, þjálfari hjá Aftureldingu, er einn þeirra þjálfara sem stuðla að því að skila góðum leikmönnum upp úr yngri flokka starfinu heima, að því segir í grein Yahoo. „Íslenska knattspyrnusambandið hefur staðið sig frábærlega í að mennta þjálfara. Krakkar frá sex ára aldri og upp úr fá menntaða þjálfara,“ segir hann. Fyrir mörgum árum kynntist Bjarki Már markverði einum í Mosfellsbænum sem heitir Hannes Þór Halldórsson. Breiðhyltingurinn hefur náð langt á síðasta áratug með mikinn vilja að vopni og er nú einn besti markvörður Evrópumótsins. „Ég sá hvað hann gat á þeim tíma og hann hefur lagt mikið á sig síðan þá,“ segir Bjarki Már Sverrisson. En getur þetta haldið áfram? Getur íslenska landsliðið haldið áfram að fella risa og standa sig á stórmótum? Það vill Þrándur Sigurðsson meina. „U21 árs liðið okkar er virkilega sterkt þannig ég er fullviss um að þeir muni standa sig í framtíðinni. Strákarnir sem eru á leiðinni eru jafnsterkir og þeir sem eru í landsliðinu núna,“ segir Þrándur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska fótboltaundrinu minnkar ekkert við gott gengi strákanna okkar í Frakklandi. Fjallað er um grasrótina í íslenska boltanum í grein á vefsíðu Yahoo. Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, er sagður gott dæmi um uppeldisstarf hjá íslenskum fótboltaliðum þar sem vel menntaðir þjálfarar sinna sínum störfum við góðar aðstæður. Þarna er kannski aðeins fært í stílinn með Kolbein sem var orðinn tólf ára gamall þegar fyrsta knattspyrnuhöllin reis á Íslandi en vissulega var vel séð um þennan hæfileikaríka strák sem var algjör barnastjarna á yngri árum í Víkingi. „Hann var stór og fljótur. Hann sá alltaf markið og elskaði að skora. Ég hef aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings sem hefur þjálfað börn og unglinga hjá Reykjavíkurfélaginu í áratugi. Bjarki Már Sverrisson, þjálfari hjá Aftureldingu, er einn þeirra þjálfara sem stuðla að því að skila góðum leikmönnum upp úr yngri flokka starfinu heima, að því segir í grein Yahoo. „Íslenska knattspyrnusambandið hefur staðið sig frábærlega í að mennta þjálfara. Krakkar frá sex ára aldri og upp úr fá menntaða þjálfara,“ segir hann. Fyrir mörgum árum kynntist Bjarki Már markverði einum í Mosfellsbænum sem heitir Hannes Þór Halldórsson. Breiðhyltingurinn hefur náð langt á síðasta áratug með mikinn vilja að vopni og er nú einn besti markvörður Evrópumótsins. „Ég sá hvað hann gat á þeim tíma og hann hefur lagt mikið á sig síðan þá,“ segir Bjarki Már Sverrisson. En getur þetta haldið áfram? Getur íslenska landsliðið haldið áfram að fella risa og standa sig á stórmótum? Það vill Þrándur Sigurðsson meina. „U21 árs liðið okkar er virkilega sterkt þannig ég er fullviss um að þeir muni standa sig í framtíðinni. Strákarnir sem eru á leiðinni eru jafnsterkir og þeir sem eru í landsliðinu núna,“ segir Þrándur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37
Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52
Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00
„Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti