Hinseginleikinn brýtur niður staðalmyndir á Snapchat Una Sighvatsdóttir skrifar 2. júlí 2016 22:30 Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat. Hinsegin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat.
Hinsegin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira