121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2016 12:05 Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsa greip um sig. Vísir/EPA 121 einn slasaðist eftir að mikil hræðsla greip um sig á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gær þegar slagsmál brutust út í kjölfar þess að flugeldar voru sprengdir inni á svæðinu. Fjöldi Íslendinga var þar samankominn. Samkvæmt upplýsingum frá frönsku lögreglunni er talið að flestir hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum en átján voru fluttir á sjúkrahús. Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi í París sem staðið hefur vaktina frá því að Evrópumótið hófst, hafði ekki heyrt um neinn Íslending sem hafi orðið fyrir meiðslum í troðningnum þegar Vísir náði tali af honum. Fjöldi Íslendinga var þó á svæðinu til þess að horfa á leik Þýskalands og Ítalíu þegar hræðslan greip um sig. Segir Tjörvi að tveir hafi verið handteknir eftir slagsmálin en ljóst sé að ótti hafi gripið um sig eftir að sprengingin heyrðist og því hafi fólk byrjað að troðast til þess að reyna að komast út af svæðinu.Í gær ræddi Vísir við Íslending sem var á svæðinu sem sagði að mikil hræðsla hafi gripið um sig þegar sprengingin hafi heyrst. Fólk þusti út af svæðinu en hann segir reyk hafa lagst yfir og að fólki hafi verið mjög brugðið.Í sama streng tekur Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem var stödd á svæðinu í gærkvöldi. Segir hún að litlu hafi mátt muna að hún og félagar sínir yrðu undir í öllum æsingnum þegar mannfjöldinn reyndi að flýja svæðið. Það hafi lítið annað verið í stöðunni annað en að hlaupa af stað með mannfjöldanum. Mörgum er eflaust í fersku minni hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember síðastliðnum en gríðarlega öryggisgæsla í Frakklandi meðan á Evrópumótinu stendur. Þannig er leitað á öllum sem fara inn á aðdáendasvæðin en stranglega bannað er að fara með flugelda inn á svæðið. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
121 einn slasaðist eftir að mikil hræðsla greip um sig á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gær þegar slagsmál brutust út í kjölfar þess að flugeldar voru sprengdir inni á svæðinu. Fjöldi Íslendinga var þar samankominn. Samkvæmt upplýsingum frá frönsku lögreglunni er talið að flestir hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum en átján voru fluttir á sjúkrahús. Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi í París sem staðið hefur vaktina frá því að Evrópumótið hófst, hafði ekki heyrt um neinn Íslending sem hafi orðið fyrir meiðslum í troðningnum þegar Vísir náði tali af honum. Fjöldi Íslendinga var þó á svæðinu til þess að horfa á leik Þýskalands og Ítalíu þegar hræðslan greip um sig. Segir Tjörvi að tveir hafi verið handteknir eftir slagsmálin en ljóst sé að ótti hafi gripið um sig eftir að sprengingin heyrðist og því hafi fólk byrjað að troðast til þess að reyna að komast út af svæðinu.Í gær ræddi Vísir við Íslending sem var á svæðinu sem sagði að mikil hræðsla hafi gripið um sig þegar sprengingin hafi heyrst. Fólk þusti út af svæðinu en hann segir reyk hafa lagst yfir og að fólki hafi verið mjög brugðið.Í sama streng tekur Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem var stödd á svæðinu í gærkvöldi. Segir hún að litlu hafi mátt muna að hún og félagar sínir yrðu undir í öllum æsingnum þegar mannfjöldinn reyndi að flýja svæðið. Það hafi lítið annað verið í stöðunni annað en að hlaupa af stað með mannfjöldanum. Mörgum er eflaust í fersku minni hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember síðastliðnum en gríðarlega öryggisgæsla í Frakklandi meðan á Evrópumótinu stendur. Þannig er leitað á öllum sem fara inn á aðdáendasvæðin en stranglega bannað er að fara með flugelda inn á svæðið.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15
Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47