Eiður: Ég er bara mannlegur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári spilaði síðustu tíu. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í tapinu gegn Frakklandi í kvöld en hann þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum allan tímann í sigrunum gegn Austurríki og Englandi. Eiður Smári gaf sér smá tíma til að ræða við íslenska fjölmiðla eftir leikinn en bað þá sérstaklega um að spyrja sig ekki hvort hann sé hættur. Vonandi þýðir það að hann sé ekki hættur. Aðspurður um tilfinninguna í brjósti leikmanna inn í klefa eftir leik sagði Eiður: „Ég held að það hafi verið mikið svekkelsi. Það sem stendur upp úr hjá mér er bara stolt eftir það sem við gerðum.“ „Það hefði verið verra að hefðum við fallið út á síðustu mínútu eða í vítaspyrnukeppni eða eitthvað svoleiðis.“ Franska liðið var 4-0 yfir í fyrri hálfleik og yfirspilaði okkar stráka sem gerðu mikið af mistökum sem þeir eru ekki þekktir fyrir að gera. „Því miður áttum við ekki séns í þessum leik. Við spiluðum ekki nógu vel. Það var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum því miður of mikið af svæði. Okkur var bara refsað,“ sagði Eiður Smári. Eins og gegn Ungverjalandi ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þegar Eiður Smári kom inn á. Þessi þrautreyndi og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi viðurkenndi að þetta yljar honum um hjartarætur. „Auðvitað. Ég er bara mannlegur eins og allir aðrir. Þetta var æðislegt. Það er samt svo erfitt þegar maður er að koma inn á og einbeita sér að því að hugsa um það sem er að gerast upp í stúku. En auðvitað fann ég fyrir þessu. Þetta var frábært," sagði Eiður sem þakkaði svo stuðninginn eftir leik ásamt hinum strákunum í liðinu. „Það hefði verið asnalegt að gera það ekki. Þetta er besti stuðningur sem ég hef upplifað hjá íslensku landsliðinu og ég held að við getum verið ótrúlega stolt af því hvernig stuðningurinn hefur verið, hvernig fólk hefur hagað sér og hvernig það hefur mætt á völlinn. Orkan sem við höfum fundið frá fólkinu öllu bæði hér og heima hefur verið mögnuð,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00 Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43 Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00 Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51 Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27 Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í tapinu gegn Frakklandi í kvöld en hann þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum allan tímann í sigrunum gegn Austurríki og Englandi. Eiður Smári gaf sér smá tíma til að ræða við íslenska fjölmiðla eftir leikinn en bað þá sérstaklega um að spyrja sig ekki hvort hann sé hættur. Vonandi þýðir það að hann sé ekki hættur. Aðspurður um tilfinninguna í brjósti leikmanna inn í klefa eftir leik sagði Eiður: „Ég held að það hafi verið mikið svekkelsi. Það sem stendur upp úr hjá mér er bara stolt eftir það sem við gerðum.“ „Það hefði verið verra að hefðum við fallið út á síðustu mínútu eða í vítaspyrnukeppni eða eitthvað svoleiðis.“ Franska liðið var 4-0 yfir í fyrri hálfleik og yfirspilaði okkar stráka sem gerðu mikið af mistökum sem þeir eru ekki þekktir fyrir að gera. „Því miður áttum við ekki séns í þessum leik. Við spiluðum ekki nógu vel. Það var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum því miður of mikið af svæði. Okkur var bara refsað,“ sagði Eiður Smári. Eins og gegn Ungverjalandi ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þegar Eiður Smári kom inn á. Þessi þrautreyndi og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi viðurkenndi að þetta yljar honum um hjartarætur. „Auðvitað. Ég er bara mannlegur eins og allir aðrir. Þetta var æðislegt. Það er samt svo erfitt þegar maður er að koma inn á og einbeita sér að því að hugsa um það sem er að gerast upp í stúku. En auðvitað fann ég fyrir þessu. Þetta var frábært," sagði Eiður sem þakkaði svo stuðninginn eftir leik ásamt hinum strákunum í liðinu. „Það hefði verið asnalegt að gera það ekki. Þetta er besti stuðningur sem ég hef upplifað hjá íslensku landsliðinu og ég held að við getum verið ótrúlega stolt af því hvernig stuðningurinn hefur verið, hvernig fólk hefur hagað sér og hvernig það hefur mætt á völlinn. Orkan sem við höfum fundið frá fólkinu öllu bæði hér og heima hefur verið mögnuð,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00 Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43 Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00 Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51 Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27 Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00
Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43
Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00
Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51
Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27
Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20