UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2016 14:13 Talsmaður UEFA kannast ekki við þann sem Björn Steinbekk sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og á að hafa útvegað honum miðana umdeildu. Vísir Talsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, kannast ekki við þann aðila sem Björn Steinbekk athafnamaður sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og að hafi svikið sig um þá miða sem Björn hafði selt Íslendingum á leik Íslands og Frakklands í gær.Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem rætt er við talsmann UEFA. Kannast hann ekki við nafnið Nicole sem kemur fram í tölvupósti sem Björn framvísaði því til sönnunnar að aðili á vegum UEFA hafi selt sér miða.Sjá einnig: Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinnVísir hefur fjallað ítarlega um málið sem nú er til rannsóknar lögreglu en það snýst um að tugir ef ekki á annað hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af Birni, voru svikin um þá þegar til kastanna kom sem varð til þess að margir komust ekki á leikinn, sátu á röngum stað eða mættu alltof seint.Sjá einnig: Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de FranceBrýnir talsmaðurinn fyrir almenningi að kaupa aðeins miða af sambandinu í sjálfu, beint og milliliðalaust. Miðar sem ekki séu keyptir á slíkan hátt séu oftar en ekki falsaðir eða ógildir og seldir á okurverði.Sjá einnig: Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar sínsBjörn hafnaði því í viðtali við RÚV í morgun að miðarnir sem hann hafi selt hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. Sagðist hann íhuga að höfða málsókn á hendur UEFA vegna málsins. Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Talsmaður UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, kannast ekki við þann aðila sem Björn Steinbekk athafnamaður sagði vera framkvæmdastjóra miðasölu UEFA og að hafi svikið sig um þá miða sem Björn hafði selt Íslendingum á leik Íslands og Frakklands í gær.Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem rætt er við talsmann UEFA. Kannast hann ekki við nafnið Nicole sem kemur fram í tölvupósti sem Björn framvísaði því til sönnunnar að aðili á vegum UEFA hafi selt sér miða.Sjá einnig: Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinnVísir hefur fjallað ítarlega um málið sem nú er til rannsóknar lögreglu en það snýst um að tugir ef ekki á annað hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af Birni, voru svikin um þá þegar til kastanna kom sem varð til þess að margir komust ekki á leikinn, sátu á röngum stað eða mættu alltof seint.Sjá einnig: Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de FranceBrýnir talsmaðurinn fyrir almenningi að kaupa aðeins miða af sambandinu í sjálfu, beint og milliliðalaust. Miðar sem ekki séu keyptir á slíkan hátt séu oftar en ekki falsaðir eða ógildir og seldir á okurverði.Sjá einnig: Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar sínsBjörn hafnaði því í viðtali við RÚV í morgun að miðarnir sem hann hafi selt hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. Sagðist hann íhuga að höfða málsókn á hendur UEFA vegna málsins. Rétt er að taka fram að Björn hefur ekki svarað símtölum eða fyrirspurnum fréttastofu og ekki sýnt fram á nein samskipti við Knattspyrnusamband Evrópu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02 Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Stóri Steinbekkskandallinn skekur Facebook Birni Steinbekk miðasölumanni er úthúðað á internetinu. 4. júlí 2016 11:02
Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns Athafnamaðurinn segist hafa keypt miða af miðasölumanni hjá UEFA sem síðan hafi ekki borist. 4. júlí 2016 10:31
Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32
Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Björn Steinbekk segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá UEFA. 4. júlí 2016 09:38