Fjöldi Íslendinga varð fyrir barðinu á vasaþjófum í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2016 16:09 Soffía Jóhannsdóttir Hauth lenti í klóm vasaþjófa en fékk símann sinn aftur þökk sé lögreglunni í París. Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira