Fjöldi Íslendinga varð fyrir barðinu á vasaþjófum í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2016 16:09 Soffía Jóhannsdóttir Hauth lenti í klóm vasaþjófa en fékk símann sinn aftur þökk sé lögreglunni í París. Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Soffía Jóhannsdóttir Hauth var á meðal Íslendinganna í stúkunni á Stade de France í París síðastliðinn sunnudag þegar Frakkar kláruðu okkar menn 5-2 í eftirminnilegum leik á Evrópumótinu í fótbolta. Rétt fyrir leik áttaði hún sig á því að hún var símalaus, símanum hennar hafði verið stolið. Hún lét það ekki á sig fá á meðan á leik stóð, naut leiksins en var að vonum svekkt að honum loknum, símalaus. Soffía hafði reynt að hringja í hann um leið og hún varð þess vör að síminn var ekki á sínum stað. Slökkt var á símanum. Þannig var hún fullviss um að honum hefði verið stolið. Á ferðalaginu heim til Íslands daginn eftir var Soffía stödd á flugvellinum í München og datt eiginmanni hennar þá í hug að prófa að hringja í símann. Í annari tilraun var svarað. „Þá var það lögreglan sem hafði handsamað einhvern óprúttinn vasaþjóf sem var meðal annars með símann minn,“ segir Soffía sem var svo heppinn að vinafólk hennar var enn í París og gat sótt símann upp á lögreglustöð. Hún segir í samtali við Vísi að henni virðist sem um nokkuð umfangsmikið mál sé að ræða þar sem vinafólkið þurfti að hafa samband við saksóknara og leggja fram kæru fyrir hennar hönd. „Þannig að ég er kominn með minn elskulega síma aftur í hendurnar,“ segir Soffía sem deildi símanúmeri á frönsku lögregluna í Ferðagrúppuna EM 2016 á Facebook. Og viti menn. Á einni klukkustund hafa sex deilt slæmri reynslusögu úr lestarferð á leiðinni á leikinn þar sem veski eða símum var stolið. Þeir hinir sömu ættu að hafa samband við frönsku lögregluna í þeirri von um að þar sé að finna símann eða veskið. „Það fá eflaust ekki allir hlutina sína aftur en kannski einhver,“ segir Soffía. Síminn hjá frönsku lögreglunni í París er +33153694421.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira