Risar mætast í Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2016 06:00 vísir/epa Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti