Frammistaða Íslands og Wales á EM breytti ekki skoðun Joachim Löw Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 14:00 Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins og íslenska landsliðið á EM. Vísir/Getty Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, horfði upp á sitt lið falla út keppni í Marseille gærkvöldi. Þýska landsliðið tapaði þá 2-0 í undanúrslitaleik EM á móti gestgjöfum Frakka. Það vakti athygli fyrr í mótinu þegar Joachim Löw gagnrýndi þá breytingu að fjölga liðum í úrslitakeppni EM og hann er enn á sömu skoðun þrátt fyrir að Ísland og Wales hafi bæði komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti. Ísland og Wales duttu á endanum út fyrir Frakklandi og Portúgal sem mætast síðan í úrslitaleiknum í París á sunnudaginn kemur. Joachim Löw stendur hinsvegar harður á því að gæði fótboltans hafi minnkað við þessa breytingu úr því að fara úr 16 liðum upp í 24. „Ég tel að það sé of mikið að hafa 24 lið," sagði Joachim Löw í viðtali við sport1.de eftir tapleikinn í gær. Þjóðverjar mættu tveimur nýliðum á EM í Frakklandi og unnu þá báða, fyrst 1-0 sigur á Norður-Írlandi og svo 3-0 sigur á Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Þýskaland sló síðan Ítalíu út í vítakeppnin en tapaði síðan undanúrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Nú verður heimsmeistarakeppnin stækkuð upp i 40 lið og þetta er alltaf að verða stærra og stærra. Það verður alltaf vandmál þegar lengra líður." sagði Löw. „Stundum fær maður á tilfinninguna að þessar breytingar séu ekki að gera fótboltanum gott. Þetta kemur niður á gæðunum," sagði Joachim Löw. Þetta var þriðja Evrópukeppni hans með þýska liðið en Þjóðverjar urðu í 2. sæti 2008 en hafa fallið út úr átta liða úrslitum undanfarin tvö Evrópumót. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, horfði upp á sitt lið falla út keppni í Marseille gærkvöldi. Þýska landsliðið tapaði þá 2-0 í undanúrslitaleik EM á móti gestgjöfum Frakka. Það vakti athygli fyrr í mótinu þegar Joachim Löw gagnrýndi þá breytingu að fjölga liðum í úrslitakeppni EM og hann er enn á sömu skoðun þrátt fyrir að Ísland og Wales hafi bæði komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta Evrópumóti. Ísland og Wales duttu á endanum út fyrir Frakklandi og Portúgal sem mætast síðan í úrslitaleiknum í París á sunnudaginn kemur. Joachim Löw stendur hinsvegar harður á því að gæði fótboltans hafi minnkað við þessa breytingu úr því að fara úr 16 liðum upp í 24. „Ég tel að það sé of mikið að hafa 24 lið," sagði Joachim Löw í viðtali við sport1.de eftir tapleikinn í gær. Þjóðverjar mættu tveimur nýliðum á EM í Frakklandi og unnu þá báða, fyrst 1-0 sigur á Norður-Írlandi og svo 3-0 sigur á Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Þýskaland sló síðan Ítalíu út í vítakeppnin en tapaði síðan undanúrslitaleiknum á móti Frakklandi. „Nú verður heimsmeistarakeppnin stækkuð upp i 40 lið og þetta er alltaf að verða stærra og stærra. Það verður alltaf vandmál þegar lengra líður." sagði Löw. „Stundum fær maður á tilfinninguna að þessar breytingar séu ekki að gera fótboltanum gott. Þetta kemur niður á gæðunum," sagði Joachim Löw. Þetta var þriðja Evrópukeppni hans með þýska liðið en Þjóðverjar urðu í 2. sæti 2008 en hafa fallið út úr átta liða úrslitum undanfarin tvö Evrópumót.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira