Það er ekki aðeins frammistaða strákanna inn á vellinum sem er að vekja athygli á íslenska landsliðinu heldur einnig frammistaða stuðningsfólksins frá Íslandi.
Íslensku leikmennirnir hafa líka búið til nýtt „fyrirbæri" með fögnuði sínum eftir leik þar sem þeir fagna saman með íslenska stuðningsfólkinu.
Þýska blaðið Beliner Morgenpost er nú farið að safna íslenskum víkingaköllum. Blaðið býður upp á það að fara inn á heimasíðu sína og safna „Huh!" fyrir íslenska landsliðið.
Þjóðverjarnir segja lesendum sínum að með því að smella og fá gott víkingakall í eyrun til baka þá bæði losar um víkinginn í sjálfum þér og sendir strauma til íslensku strákanna nú þegar styttist í leikinn á móti Frökkum í átta liða úrslitunum.
Þeir sem vilja próf og safna nokkrum „Huh!" fyrir Ísland geta gert það með því að smella hér.
Íslenska landsliðið mætir heimamönnum í Frakkalandi í lokaleik átta liða úrslitanna á sunnudaginn á Stade de France í úthverfi Parísar en í kvöld mætast Pólland og Portúgal í fyrsta leik átta liða úrslitanna.
Ein Huh! für Island <3 https://t.co/HYzLbmpsEg #ISL #FRAISL #EURO2016 pic.twitter.com/p35SSzrRBh
— Berliner Morgenpost (@morgenpost) June 30, 2016