Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum gegn Ungverjum í Marseille. Þjálfararnir tóku þá ákvörðun að taka hann af velli en vitað var fyrir mótið að hann gengi ekki alveg heill til skógar. Hann ætlaði hins vegar að spila í gegnum sársaukann.
Lars Lagerbäck sagði á dögunum að hann hefði verið betri eftir leikinn gegn Portúgal og Heimir Hallgrímsson sagði á blaðamannafundi landsliðsins í Annecy í morgun að Aron Einar hefði verið í lagi í morgun. Fyrirliðinn myndi æfa létt í dag eins og líklega flestir þeirra sem byrjuðu leikinn í Marseille.
„Annars eru allir klárir og í svona veðri jafnar fólk sig fyrr,“ sagði Heimir. Jón Daði Böðvarsson og Jóhann Berg Guðmundsson fengu högg á sig í leiknum gegn Ungverjum en eru að sögn Heimis klárir eins og allir aðrir í hópnum að frátöldum Alfreð Finnbogasyni sem verður í leikbanni.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á
Facebook
,
Twitter
og Snapchat (sport365).
Heimir bjartsýnn á þátttöku Arons í París
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
