Eiginkonur ensku landsliðsmannanna í knattspyrnu vekja venjulega eftirtekt á stórmótum.
Þar fer fremst í flokki Coleen Rooney, eiginkona fyrirliða enska liðsins, Wayne Rooney.
Hún gerði sér lítið fyrir við komuna til Frakklands og leigði risastóra lúxusrútu fyrir alla fjölskylduna.
Rútan er á tveimur hæðum og er venjulega í útleigu hjá vinsælum tónlistarmönnum.
Coleen var himinlifandi er hún hafði skoðað rútuna og það mun ekki væsa um fjölskylduna er hún ferðast á milli leikstaða til þess að horfa á enska landsliðið.
