Hodgson: Get ekki leynt vonbrigðum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2016 21:45 Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í B-riðli EM í Frakklandi. Úrslitin þýða að England endaði í öðru sæti riðilsins og er öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Englendingar munu leika við liðið sem endar í öðru sæti F-riðils, riðli Íslands. „Við fengum færin og voru miklu meira með boltann. En við náðum ekki að skora og ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með það,“ sagði Hodgson eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta muni koma. Við erum með leikmenn sem geta skorað og munu skora.“ Hodgson tók við fáum spurningum frá ensku pressunni og varðist þeim, ef honum fannst að í þeim fælist gagnrýni. Hann var til dæmis spurður hvort það hefði verið of mikil áhætta að gera sex breytingar á byrjunarliðinu, sem hann gerði fyrir leikinn í kvöld. „Hvað hefði breyst? Hefði Wayne Rooney skorað ef hann hefði spilað frá upphafi? Hann kom inn á, Harry Kane og Dele Alli komu inn á. Það er ekki hægt að stilla þessu svona upp. Þessir leikmenn komu allir inn á og við sóttum stíft allt til loka.“ „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við vorum betri í öllum þremur leikjunum okkar í riðlinum og við höfum verið gagnrýndir fyrir að nýta ekki færin okkar. Ég get ekkert sagt við því.“ Hann var líka spurður um frammistöðu Jack Wilshere en Hodgson sagði þá að í spurningunni fælist sú staðhæfing að hann hefði ekki staðið sig vel með landsliðinu að undanförnu. „Ég tel að hann sé frábær leikmaður sem mun nýtast hópnum afar vel. Það er ljóst að hann var ekki besti maðurinn á vellinum en þú hefðir allt eins getað spurt mig um frammistöðu Jordan Henderson eða Nathaniel Clyne, sem voru frábærir.“ Hann segir reiðubúinn að mæta hvaða lið sem er úr F-riðli í 16-liða úrslitunum. „En við vitum líka að það lið sem við mætum mun fá erfiðan leik gegn okkur,“ bætti hann við. „Og kannski fáum við lið sem sækir gegn okkur og við getum því fengið tækifæri til að sýna að við erum líka gott skyndisóknarlið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00 Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gat ekki leynt vonbrigðum sínum með markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í B-riðli EM í Frakklandi. Úrslitin þýða að England endaði í öðru sæti riðilsins og er öruggt áfram í 16-liða úrslitin. Englendingar munu leika við liðið sem endar í öðru sæti F-riðils, riðli Íslands. „Við fengum færin og voru miklu meira með boltann. En við náðum ekki að skora og ég get ekki leynt vonbrigðum mínum með það,“ sagði Hodgson eftir leikinn í kvöld. „Ég held að þetta muni koma. Við erum með leikmenn sem geta skorað og munu skora.“ Hodgson tók við fáum spurningum frá ensku pressunni og varðist þeim, ef honum fannst að í þeim fælist gagnrýni. Hann var til dæmis spurður hvort það hefði verið of mikil áhætta að gera sex breytingar á byrjunarliðinu, sem hann gerði fyrir leikinn í kvöld. „Hvað hefði breyst? Hefði Wayne Rooney skorað ef hann hefði spilað frá upphafi? Hann kom inn á, Harry Kane og Dele Alli komu inn á. Það er ekki hægt að stilla þessu svona upp. Þessir leikmenn komu allir inn á og við sóttum stíft allt til loka.“ „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við vorum betri í öllum þremur leikjunum okkar í riðlinum og við höfum verið gagnrýndir fyrir að nýta ekki færin okkar. Ég get ekkert sagt við því.“ Hann var líka spurður um frammistöðu Jack Wilshere en Hodgson sagði þá að í spurningunni fælist sú staðhæfing að hann hefði ekki staðið sig vel með landsliðinu að undanförnu. „Ég tel að hann sé frábær leikmaður sem mun nýtast hópnum afar vel. Það er ljóst að hann var ekki besti maðurinn á vellinum en þú hefðir allt eins getað spurt mig um frammistöðu Jordan Henderson eða Nathaniel Clyne, sem voru frábærir.“ Hann segir reiðubúinn að mæta hvaða lið sem er úr F-riðli í 16-liða úrslitunum. „En við vitum líka að það lið sem við mætum mun fá erfiðan leik gegn okkur,“ bætti hann við. „Og kannski fáum við lið sem sækir gegn okkur og við getum því fengið tækifæri til að sýna að við erum líka gott skyndisóknarlið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00 Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45 Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Coleman: Við erum í frábærri stöðu Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið. 20. júní 2016 13:00
Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Slóvakía er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin eftir að hafa hangið á markalausu jafntefli gegn Englandi. 20. júní 2016 20:45
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti