Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 11:30 Frændurnir og vinirnir Jason Orri Geirsson, Ólafur Atli Malmquist, Ívar Bjarki Malmquist, Benedikt T. Malmquist og Fannar Daði Malmquist skarta hér allir derhúfum sem eru vel merktar númeri Arons Einars í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00