Viðskipti erlent

Segir gengi pundsins hrynja við útgöngu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skiptar skoðanir eru á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Skiptar skoðanir eru á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP
Fjárfestirinn George Soros telur að ef Bretland yfirgefi Evrópusambandið geti pundið veikst um að minnsta kosti fimmtán prósent, og mögulega meira en tuttugu prósent. Þetta skrifar hann í grein í The Guardian í dag.

Soros fer ekki fögrum orðum í greininni um mögulega skelfilegar afleiðingar útgöngu, en kosið verður um málefnið á fimmtudaginn. Soros telur að störfum muni fækka og fjármálageirinn muni hljóta mikinn skaða af útgöngu.

Soros telur að ef af útgöngu verði geti pundið veikst svo mikið að gengi pundsins mun vera jafnt gengi evru.

Skiptar skoðanir eru um áhrif af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og skoðunakannanir benda til þess að mjög litlu muni milli hliða.


Tengdar fréttir

Að fara eða vera

Efasemdir um Evrópusamvinnu hafa lengi verið uppi í bresku samfélagi og hafa magnast síðustu misseri með vandræðum sambandsins og evrusvæðisins, en ekki síst í kjölfar flóttamannastraumsins til Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×