Staðfest að jafntefli dugar strákunum okkar á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 22:06 Eitt stig í viðbót og þá er íslenska landsliðið komið í sextán liða úrslit á sínu fyrsta EM. Vísir/EPA Íslenska knattspyrnulandsliðið er nú aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi á sínu fyrsta stórmóti. Eftir leiki dagsins á Evrópumótinu í Frakklandi er það orðið ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum sínum til að komast áfram upp úr riðlinum og skiptir þá engu hvernig leikur Ungverjalands og Portúgals fer. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum klukkan fjögur á Stade de France á morgun og slakari árangur liða úr þriðja sæti í öðrum riðlum þýðir að þrjú stig duga. Íslenska liðið á hinsvegar ennþá möguleika á því að vinna riðilinn vinni liðið Austurríki á morgun. Nái íslensku strákarnir stigi í leiknum á móti Austurríki verða þeir með þrjú stig og slétta markatölu. Tvö af liðunum sex sem enda í þriðja sæti í sínum riðli komast ekki í sextán liða úrslitin. Bæði lið Albaníu (3. sæti í A-riðli) og lið Tyrklands (3. sæti í D-riðli) eru með 3 stig en þau eru aftur á móti með neikvæða markatölu. Þau verða því alltaf neðar en íslenska liðið endi Ísland með þrjú stig í þriðja sætinu í F-riðli. Það þarf hinsvegar ekkert að vera að liðið í þriðja sæti í F-riðli komist áfram því ef Portúgal tapar á móti Ungverjum á morgun á sama tíma og Austurríki tekst ekki að vinna Ísland, þá enda Portúgalar í 3. sæti með tvö stig og komast þar af leiðandi ekki í sextán liða úrslitin. Um leið og það var ljóst að íslensku strákunum nægir jafntefli úr Austurríkisleiknum þá er það líka öruggt að bæði lið Slóvakíu og Norður-Írlands eru komin áfram í sextán liða úrslit þrátt fyrir að hafa endað í þriðja sæti í sínum riðli. Slóvakar eru með 4 stig og Norður-Írar eru með 3 stig og betri markatölu en bæði Tyrkland og Albanía. Tyrkland og Albanía verða því alltaf neðar en Norður-Írland sama hvað gerist í síðustu tveimur riðlunum á morgun. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga. 21. júní 2016 17:45 Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun. 21. júní 2016 18:12 Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 21. júní 2016 16:25 Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. 21. júní 2016 20:45 Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 21. júní 2016 18:00 Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. 21. júní 2016 21:27 Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. 21. júní 2016 20:45 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið er nú aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi á sínu fyrsta stórmóti. Eftir leiki dagsins á Evrópumótinu í Frakklandi er það orðið ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum sínum til að komast áfram upp úr riðlinum og skiptir þá engu hvernig leikur Ungverjalands og Portúgals fer. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum klukkan fjögur á Stade de France á morgun og slakari árangur liða úr þriðja sæti í öðrum riðlum þýðir að þrjú stig duga. Íslenska liðið á hinsvegar ennþá möguleika á því að vinna riðilinn vinni liðið Austurríki á morgun. Nái íslensku strákarnir stigi í leiknum á móti Austurríki verða þeir með þrjú stig og slétta markatölu. Tvö af liðunum sex sem enda í þriðja sæti í sínum riðli komast ekki í sextán liða úrslitin. Bæði lið Albaníu (3. sæti í A-riðli) og lið Tyrklands (3. sæti í D-riðli) eru með 3 stig en þau eru aftur á móti með neikvæða markatölu. Þau verða því alltaf neðar en íslenska liðið endi Ísland með þrjú stig í þriðja sætinu í F-riðli. Það þarf hinsvegar ekkert að vera að liðið í þriðja sæti í F-riðli komist áfram því ef Portúgal tapar á móti Ungverjum á morgun á sama tíma og Austurríki tekst ekki að vinna Ísland, þá enda Portúgalar í 3. sæti með tvö stig og komast þar af leiðandi ekki í sextán liða úrslitin. Um leið og það var ljóst að íslensku strákunum nægir jafntefli úr Austurríkisleiknum þá er það líka öruggt að bæði lið Slóvakíu og Norður-Írlands eru komin áfram í sextán liða úrslit þrátt fyrir að hafa endað í þriðja sæti í sínum riðli. Slóvakar eru með 4 stig og Norður-Írar eru með 3 stig og betri markatölu en bæði Tyrkland og Albanía. Tyrkland og Albanía verða því alltaf neðar en Norður-Írland sama hvað gerist í síðustu tveimur riðlunum á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga. 21. júní 2016 17:45 Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun. 21. júní 2016 18:12 Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 21. júní 2016 16:25 Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. 21. júní 2016 20:45 Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 21. júní 2016 18:00 Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. 21. júní 2016 21:27 Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. 21. júní 2016 20:45 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga. 21. júní 2016 17:45
Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun. 21. júní 2016 18:12
Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 21. júní 2016 16:25
Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. 21. júní 2016 20:45
Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 21. júní 2016 18:00
Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. 21. júní 2016 21:27
Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. 21. júní 2016 20:45