Enginn tilbúinn að kveðja EM í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2016 06:00 Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu í París í gær. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið mætir Austurríki á Stade de France í lokaleik liðsins í París í dag. Nái strákarnir okkar ekki góðum úrslitum kveðja þeir Frakkland og það sem meira er, þetta yrði síðasti leikur Lars Lagerbäck. Í dag er stóra stundin fyrir strákana okkar í Frakklandi. Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni gegn Austurríki fer fram á sjálfum Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í Saint-Denis klukkan 16.00 í dag. Ljóst er að tapi íslenska liðið leiknum er það úr leik en leikmenn og þjálfarar virðast staðráðnir í að svo fari ekki. Frumraun Íslands á stórmóti hefur verið góð og slæm. Allir, þar með taldir leikmenn og þjálfarar, eru mjög ósáttir við sóknarleikinn sem hefur nánast ekki verið til staðar. Samt sem áður fékk liðið nóg af færum til að afgreiða Ungverjana og þá er liðið með tvö stig og taplaust eftir tvo leiki á sínu fyrsta stórmóti. En nú þurfa strákarnir okkar úrslit. Þessi leikur, eins og nánast hver einasti undanfarin misseri, er sá stærsti í sögunni. „Ég man ekki hvenær ég spilaði síðast leik sem var ekki sá stærsti á ferlinum. Hver einasti leikur hefur verið þannig upp á síðkastið. Hvað sem gerist efast ég ekki um að við göngum stoltir af velli og vonandi enn stoltari eftir sigur,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi á Stade de France í gær.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýra íslenska landsliðinu vonandi ekki saman í síðasta skiptið i dag.Vísir/VilhelmHvort liðið nær góða leiknum? Líkt og Ísland hefur Austurríki ekki átt heilsteyptan góðan leik á mótinu. Strákarnir okkar hafa varist frábærlega og náð í tvö góð stig en Austurríki hefur valdið vonbrigðum og á enn eftir að skora mark á þessu móti. Spurningin er hvort liðið mætir betur gírað í leikinn á morgun og hvort vill meira komast í 16 liða úrslitin. „Við eigum enn eftir að sýna okkar besta leik. Hvort hann kemur svo á morgun eða í leiknum eftir, það veit ég ekki. Ég er samt viss um að Austurríkismenn eru sömu skoðunar. Þeim finnst þeir eiga eftir að spila góðan leik á mótinu. Vonandi heldur það bara áfram hjá þeim en við hlökkum til leiksins,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en félagi hans, Lars Lagerbäck, er mátulega bjartsýnn eins og alltaf. „Möguleikar okkar eru nokkuð góðir. Við höfum sýnt hvað við getum í verki og oft sýnt að liðsframmistaðan er það sem skiptir máli. Við erum ekki að fara að breyta miklu fyrir þennan leik. Við þurfum að spila betri sóknarleik en möguleikinn er klárlega til staðar að komast áfram,“ sagði Lagerbäck.Strákarnir spila á Stade de France í kvöld.Vísir/VilhelmEnginn vill heim Tapist leikurinn gegn Austurríki í dag verður það tvöföld kveðjustund. Strákarnir okkar fara heim eftir frumraun sína á stórmóti og þá verður þetta síðasti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari liðsins en Heimir tekur einn við eftir Evrópumótið. Hann var spurður á blaðamannafundinum í gær hver væri hans besta minning frá ferlinum. „Ég veit ekki hvort ég hætti alveg í fótbolta en ég er því miður að hætta með Ísland. Það er erfitt að svara þessari spurningu. Mér líður samt rosalega vel núna. Það er gaman að vera með þessum strákum og upplifa það sem þeir hafa afrekað með þeim. Þeir hafa staðið sig vel þannig að akkúrat núna er þessi tilfinning sú besta á ferlinum,“ sagði Lars. Íslenska liðið er mjög samheldið og þrátt fyrir að hafa verið lengi saman er stemningin góð í hópnum að sögn fyrirliðans, Arons Einars. Íslenskir stuðningsmenn hafa sett svip sinn á mótið og eru ekkert frekar en strákarnir tilbúnir að fara heim. Nokkra daga í viðbót í Frakklandi, takk. „Eiður Smári tók þetta vel saman þegar við komum upp á hótel eftir leikinn gegn Ungverjaland. Manni líður eins og maður sé kominn heim,“ sagði Aron Einar og Hannes Þór Halldórsson bætti við: „Okkur líður svakalega vel og við viljum ekki að þetta hætti. Við njótum þess að vera að spila fótbolta á stærsta sviðinu og okkur leiðist ekki í eina sekúndu.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Íslenska landsliðið mætir Austurríki á Stade de France í lokaleik liðsins í París í dag. Nái strákarnir okkar ekki góðum úrslitum kveðja þeir Frakkland og það sem meira er, þetta yrði síðasti leikur Lars Lagerbäck. Í dag er stóra stundin fyrir strákana okkar í Frakklandi. Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni gegn Austurríki fer fram á sjálfum Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í Saint-Denis klukkan 16.00 í dag. Ljóst er að tapi íslenska liðið leiknum er það úr leik en leikmenn og þjálfarar virðast staðráðnir í að svo fari ekki. Frumraun Íslands á stórmóti hefur verið góð og slæm. Allir, þar með taldir leikmenn og þjálfarar, eru mjög ósáttir við sóknarleikinn sem hefur nánast ekki verið til staðar. Samt sem áður fékk liðið nóg af færum til að afgreiða Ungverjana og þá er liðið með tvö stig og taplaust eftir tvo leiki á sínu fyrsta stórmóti. En nú þurfa strákarnir okkar úrslit. Þessi leikur, eins og nánast hver einasti undanfarin misseri, er sá stærsti í sögunni. „Ég man ekki hvenær ég spilaði síðast leik sem var ekki sá stærsti á ferlinum. Hver einasti leikur hefur verið þannig upp á síðkastið. Hvað sem gerist efast ég ekki um að við göngum stoltir af velli og vonandi enn stoltari eftir sigur,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi á Stade de France í gær.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýra íslenska landsliðinu vonandi ekki saman í síðasta skiptið i dag.Vísir/VilhelmHvort liðið nær góða leiknum? Líkt og Ísland hefur Austurríki ekki átt heilsteyptan góðan leik á mótinu. Strákarnir okkar hafa varist frábærlega og náð í tvö góð stig en Austurríki hefur valdið vonbrigðum og á enn eftir að skora mark á þessu móti. Spurningin er hvort liðið mætir betur gírað í leikinn á morgun og hvort vill meira komast í 16 liða úrslitin. „Við eigum enn eftir að sýna okkar besta leik. Hvort hann kemur svo á morgun eða í leiknum eftir, það veit ég ekki. Ég er samt viss um að Austurríkismenn eru sömu skoðunar. Þeim finnst þeir eiga eftir að spila góðan leik á mótinu. Vonandi heldur það bara áfram hjá þeim en við hlökkum til leiksins,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en félagi hans, Lars Lagerbäck, er mátulega bjartsýnn eins og alltaf. „Möguleikar okkar eru nokkuð góðir. Við höfum sýnt hvað við getum í verki og oft sýnt að liðsframmistaðan er það sem skiptir máli. Við erum ekki að fara að breyta miklu fyrir þennan leik. Við þurfum að spila betri sóknarleik en möguleikinn er klárlega til staðar að komast áfram,“ sagði Lagerbäck.Strákarnir spila á Stade de France í kvöld.Vísir/VilhelmEnginn vill heim Tapist leikurinn gegn Austurríki í dag verður það tvöföld kveðjustund. Strákarnir okkar fara heim eftir frumraun sína á stórmóti og þá verður þetta síðasti leikur Lars Lagerbäck sem þjálfari liðsins en Heimir tekur einn við eftir Evrópumótið. Hann var spurður á blaðamannafundinum í gær hver væri hans besta minning frá ferlinum. „Ég veit ekki hvort ég hætti alveg í fótbolta en ég er því miður að hætta með Ísland. Það er erfitt að svara þessari spurningu. Mér líður samt rosalega vel núna. Það er gaman að vera með þessum strákum og upplifa það sem þeir hafa afrekað með þeim. Þeir hafa staðið sig vel þannig að akkúrat núna er þessi tilfinning sú besta á ferlinum,“ sagði Lars. Íslenska liðið er mjög samheldið og þrátt fyrir að hafa verið lengi saman er stemningin góð í hópnum að sögn fyrirliðans, Arons Einars. Íslenskir stuðningsmenn hafa sett svip sinn á mótið og eru ekkert frekar en strákarnir tilbúnir að fara heim. Nokkra daga í viðbót í Frakklandi, takk. „Eiður Smári tók þetta vel saman þegar við komum upp á hótel eftir leikinn gegn Ungverjaland. Manni líður eins og maður sé kominn heim,“ sagði Aron Einar og Hannes Þór Halldórsson bætti við: „Okkur líður svakalega vel og við viljum ekki að þetta hætti. Við njótum þess að vera að spila fótbolta á stærsta sviðinu og okkur leiðist ekki í eina sekúndu.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira