Koller: Engin slæm lið á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 20:45 Marcel Koller og strákarnir hans eru úr leik. vísir/epa Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Leik lokið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Sjá meira
Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Leik lokið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Sjá meira