Sigurinn tryggði Íslandi annað sætið í F-riðli en það mætir Englandi í fyrsta mótsleik þjóðanna á mánudaginn í Nice.
Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni en liðið er að keppa á EM í fyrsta sinn í sögunni. Ísland gerði jafntefli við Portúgal og Ungverjaland og vann svo Austurríki í gær.
Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögunni sem nýliði tapar ekki leik í riðlakeppni EM og því um sögulega góðan árangur að ræða hjá okkar strákum.
Íslenska landsliðið er að æfa núna í Annecy og má finna beina útsendingu frá æfingunni hérna.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Iceland is the 3rd team ever to not lose any of its group games in its EUROs debut. pic.twitter.com/yY8WHRClNH
— SportsCenter (@SportsCenter) June 22, 2016