Andy Hunter: England gæti lent í basli gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2016 20:30 Andy Hunter er einn þekktasti blaðamaður Guardian en hann var kominn til Annecy í dag til að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins. Hann segir að það hafi verið mikill áhugi á íslenska liðinu fyrir en hann hafi farið upp úr öllu valdi eftir að ljóst var að England yrði andstæðingur okkar manna í 16-liða úrslitunum. „Þetta er rómantísk saga. Ísland er lítið land og fólk var heillað af því að það væru 10 prósent af þjóðinni að koma hingað út til Frakklands. Það vilja allir að smáliðunum gangi vel,“ sagði Hunter í viðtali við Vísi í dag. „Auðvitað voru margir fegnir að sleppa við Portúgal sem sló okkur út á tveimur stórmótum í röð. Einhverjir segja að þetta sé auðveldur dráttur en það er ekkert slíkt til þegar England á í hlut.“ „Ég held að það væri lítið gert úr Íslandi með því að hugsa um Ísland í því ljósi.“ England fékk tækifæri til að vinna sinn riðil á EM en gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaleik riðilsins. Hunter reiknar með að England fái svipaðan leik gegn Íslandi og í þeim leik. „England gæti lent í vandræðum gegn Íslandi. Þeir voru ekki sannfærandi gegn Slóvakíu. Þeir fengu nokkur færi þegar Slóvakía varðist með hárri línu og Vardy komst inn á milli þeirra. Slóvakar gerðu ekki þau mistök aftur.“ „Roy Hodgson veit ekki enn hvað hans sterkasta byrjunarlið er en að móti kemur að liðið fær nú viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Það gæti verið vandamál fyrir Ísland.“ Viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan en þar ræðir Hunter meðal annars um myndbandið af Gumma Ben sem hefur farið um allan heim eftir leikinn í gær.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Sjá meira
Andy Hunter er einn þekktasti blaðamaður Guardian en hann var kominn til Annecy í dag til að fylgjast með æfingu íslenska landsliðsins. Hann segir að það hafi verið mikill áhugi á íslenska liðinu fyrir en hann hafi farið upp úr öllu valdi eftir að ljóst var að England yrði andstæðingur okkar manna í 16-liða úrslitunum. „Þetta er rómantísk saga. Ísland er lítið land og fólk var heillað af því að það væru 10 prósent af þjóðinni að koma hingað út til Frakklands. Það vilja allir að smáliðunum gangi vel,“ sagði Hunter í viðtali við Vísi í dag. „Auðvitað voru margir fegnir að sleppa við Portúgal sem sló okkur út á tveimur stórmótum í röð. Einhverjir segja að þetta sé auðveldur dráttur en það er ekkert slíkt til þegar England á í hlut.“ „Ég held að það væri lítið gert úr Íslandi með því að hugsa um Ísland í því ljósi.“ England fékk tækifæri til að vinna sinn riðil á EM en gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í lokaleik riðilsins. Hunter reiknar með að England fái svipaðan leik gegn Íslandi og í þeim leik. „England gæti lent í vandræðum gegn Íslandi. Þeir voru ekki sannfærandi gegn Slóvakíu. Þeir fengu nokkur færi þegar Slóvakía varðist með hárri línu og Vardy komst inn á milli þeirra. Slóvakar gerðu ekki þau mistök aftur.“ „Roy Hodgson veit ekki enn hvað hans sterkasta byrjunarlið er en að móti kemur að liðið fær nú viku til að undirbúa sig fyrir þennan leik. Það gæti verið vandamál fyrir Ísland.“ Viðtalið má sjá allt hér fyrir ofan en þar ræðir Hunter meðal annars um myndbandið af Gumma Ben sem hefur farið um allan heim eftir leikinn í gær.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Sjá meira