KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2016 07:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að innhólfið hennar hafi fyllst af fyrirspurnum í gær þar sem óskað var eftir því að sambandið kæmi til móts við Tólfuna, stuðningssveit íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og biði því út. Tíðindi bárust í gær að forsprakkar sveitarinnar væru farnir heim frá Frakklandi af því að vasarnir væru orðnir tómir. „Já, við höfum heyrt af þessu og fengið nokkur tölvuskeyti um málið. Það hefur verið skorað á KSÍ að gera eitthvað í málnu og hjálpa einhverjum hluta Tólfunnar að koma út aftur,“ segir Klara. „Við erum að skoða hvort við getum stutt við það á einhvern hátt. Helst vildum við hafa alla aðdáendur og stuðningsmenn áfram því stuðningurinn sem hefur verið úr stúkunni hefur verið algjörlega ómetanlegur.“ Það eru þó takmörk fyrir því hvað KSÍ getur gert.Vilja stuðbolta til Nice „Við getum ekki flutt tíu þúsund manns hingað, þótt við séum að fá ágætlega út úr þessari keppni,“ sagði Klara en fram hefur komið að KSÍ hefur fengið tæplega 500 milljónir króna frá UEFA vegna árangurs Íslands á EM. Hluti fer í kostnað og stór hluti í bónusgreiðslur til leikmanna en annað fé, minnihlutinn, fer í knattspyrnuhreyfinguna. „En við erum að skoða hvort við getum boðið, í samvinnu við Tólfuna, einhverjum stuðboltum þaðan til Nice og hvort það sé framkvæmanlegt. Það er ekki víst núna. Ætlum að skoða hvort við getum gert eitthvað í því.“Tíu trommara hámark Nú sitja vafalítið margir Tólfumenn við lestur og vona að miðarnir verði þeirra. En hve mörgum getur KSÍ boðið út? „Það eru flöskuhálsar í þessu sem eru hreinlega miðamál. Það eru flugsæti og annað slíkt sem þarf að leysa. Það eru aldrei nema tíu trommarar eða eitthvað slíkt. Ég vona að engin byrji að pakka strax. En það væri gaman að fá einhverja sem geta leitt fjöldastöng í stúkunni.“ Klara segir að íslenskum stuðningsmönnum hafi verið hrósað út um allt Frakkland og sérstaklega nefnt hve hegðun þeirra sé góð. Þá nefndi hún hegðun Austurríkismanna sem ætti að hrósa sem tóku tapinu gegn Íslandi afar vel þótt landslið þeirra væri fallið úr keppni.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09 Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Ísland á eina bestu frumraun í sögu EM Strákarnir okkar töpuðu ekki leik í riðlakeppninni og mæta Englandi á mánudaginn. 23. júní 2016 11:09
Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta "Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum,“ segir Martin Eyjólfsson. 23. júní 2016 23:17
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55