EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2016 08:00 Sigurmark í uppbótartíma og að leikurinn var flautaður af var of mikið í einu. vísir/vilhelm Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00
Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30
Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00