„Ég er orðinn stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um Ísland“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2016 20:15 Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Sjá meira