„Ég er orðinn stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um Ísland“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2016 20:15 Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira