Eiður sagði á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag að hann hefði íhugað að fara út í þjálfun þegar ferlinum lýkur en hann spilar í dag með Molde í Noregi.
Heimir Hallgrímsson tekur einn við íslenska liðinu eftir EM þegar Lars Lagerbäck kveður en Heimi vantar enn þá aðstoðarþjálfara.
„Það er möguleiki. Við höfum rætt það. Það er á umræðugrundvelli. Það er mikill áhugi á honum og mikil eftirspurn,“ sagði Heimir Hallgrímsson um möguleikann að fá Eið inn í teymið.
Eiður Smári hefur haft mikil áhrif á íslenska liðið utan vallar en fyrir leikinn gegn Portúgal og eftir leikinn gegn Austurríki hélt hann smá tölu yfir strákunum okkar sem þeir hafa talað um að skipti sköpum.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).