Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 09:30 Arnór Ingvi mætti í afmæli litla bróður síns Viktors Árna þann 5. júní en Viktor varð níu ára 6. júní. Að sjálfsögðu var fótbolti spilaður. Nafn hans er á allra vörum en hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn á mettíma. Nafnið er Arnór Ingvi Traustason sem tryggði Íslendingum sigur gegn Austurríki á Stade de France á dögunum. Mark sem tugir milljóna hafa séð enda athyglin á íslenska liðinu mikil en lýsing Gumma Ben á markinu hefur gert það að verkum að markið hefur komið fyrir augu svo margra. Hetja var Arnór Ingvi og eins og gerist með hetjur vilja margir eiga eitthvað í hetjunum. Sumir höfðu alltaf trú á honum og spáðu glæstri framtíð, aðrir voru með honum í bekk eða áttu börn með honum í bekk, aðrir þekkja þann sem klippir hárið á honum og þannig mætti ltengi telja. Arnór Ingvi ásamt Viktori Árna bróður sínum á hjólabát í Annecy í Frakklandi. Raunveruleg dæmi eru þó í Reykjanesbæ þar sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar keppast um hlutdeild í hinum 22 ára Arnóri Ingva. En hvort er það Keflvíkingurinn Arnór Ingvi eða Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi? „Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Una Kristín Stefánsdóttir, móðir Arnórs Inga. „En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“Þar með flækast málin. Arnór Ingvi byrjaði þriggja ára gamall að æfa fótbolta hjá Njarðvík þar sem Freyr Sverrisson var þjálfari. Una segir Frey hafa sinnt mikilvægu hlutverki í uppeldi Arnórs Ingva„Hann gekk í skóla í Keflavík og var aldrei í skóla í Njarðvík,“ segir Una en … „hann var í körfu í Njarðvík.“Arnór Ingvi hætti í körfu til að einbeita sér að fótboltanum og eftir fjórða flokk, þegar hann var 15 ára, skipti hann um félag.„Honum fannst hann þurfa meiri ögrun svo hann ákvað að fara yfir í Keflavík.“Arnór Ingvi í stuði eftir leikinn á Stade de France.Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að Keflvíkingar hafi verið með sterkara lið en Njarðvík. Liðið varð Íslandsmeistari í 3. flokki sumarið 2009 og vann b-deildina í 2. flokki sumarið 2010. Þar var Arnór Ingvi á yngsta ári en samt fastamaður í byrjunarliði. Athyglisvert er að báðir titlarnir unnust á markatölu.Hinn sautján ára gamli þreytti líka frumraun sína með meistaraflokki Keflavíkur sumarið 2010, aðeins sautján ára. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum og opnaði markareikning sinn í efstu deild með marki í 4-1 sigri á ÍBV í lokaumferðinni.Arnór Ingvi var lykilmaður í liði Keflavíku í Pepsi-deildinni sumurin 2011, 2012 og 2013 áður en atvinnumennskan bankaði á dyrnar.En hvort er Arnór Ingvi þá Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?„Ég held að hann sé bara ekta Reyknesbæingur,“ segir Una Kristín móðir hans. „Ég held hann líti helst þannig á það sjálfur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Nafn hans er á allra vörum en hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn á mettíma. Nafnið er Arnór Ingvi Traustason sem tryggði Íslendingum sigur gegn Austurríki á Stade de France á dögunum. Mark sem tugir milljóna hafa séð enda athyglin á íslenska liðinu mikil en lýsing Gumma Ben á markinu hefur gert það að verkum að markið hefur komið fyrir augu svo margra. Hetja var Arnór Ingvi og eins og gerist með hetjur vilja margir eiga eitthvað í hetjunum. Sumir höfðu alltaf trú á honum og spáðu glæstri framtíð, aðrir voru með honum í bekk eða áttu börn með honum í bekk, aðrir þekkja þann sem klippir hárið á honum og þannig mætti ltengi telja. Arnór Ingvi ásamt Viktori Árna bróður sínum á hjólabát í Annecy í Frakklandi. Raunveruleg dæmi eru þó í Reykjanesbæ þar sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar keppast um hlutdeild í hinum 22 ára Arnóri Ingva. En hvort er það Keflvíkingurinn Arnór Ingvi eða Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi? „Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Una Kristín Stefánsdóttir, móðir Arnórs Inga. „En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“Þar með flækast málin. Arnór Ingvi byrjaði þriggja ára gamall að æfa fótbolta hjá Njarðvík þar sem Freyr Sverrisson var þjálfari. Una segir Frey hafa sinnt mikilvægu hlutverki í uppeldi Arnórs Ingva„Hann gekk í skóla í Keflavík og var aldrei í skóla í Njarðvík,“ segir Una en … „hann var í körfu í Njarðvík.“Arnór Ingvi hætti í körfu til að einbeita sér að fótboltanum og eftir fjórða flokk, þegar hann var 15 ára, skipti hann um félag.„Honum fannst hann þurfa meiri ögrun svo hann ákvað að fara yfir í Keflavík.“Arnór Ingvi í stuði eftir leikinn á Stade de France.Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að Keflvíkingar hafi verið með sterkara lið en Njarðvík. Liðið varð Íslandsmeistari í 3. flokki sumarið 2009 og vann b-deildina í 2. flokki sumarið 2010. Þar var Arnór Ingvi á yngsta ári en samt fastamaður í byrjunarliði. Athyglisvert er að báðir titlarnir unnust á markatölu.Hinn sautján ára gamli þreytti líka frumraun sína með meistaraflokki Keflavíkur sumarið 2010, aðeins sautján ára. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum og opnaði markareikning sinn í efstu deild með marki í 4-1 sigri á ÍBV í lokaumferðinni.Arnór Ingvi var lykilmaður í liði Keflavíku í Pepsi-deildinni sumurin 2011, 2012 og 2013 áður en atvinnumennskan bankaði á dyrnar.En hvort er Arnór Ingvi þá Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?„Ég held að hann sé bara ekta Reyknesbæingur,“ segir Una Kristín móðir hans. „Ég held hann líti helst þannig á það sjálfur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00
Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33