EM dagbók: Besta úr báðum heimum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2016 10:00 Jóhann Berg, Gylfi Þór, Aron Einar og Hannes Þór. Vísir/Vilhelm Við fjölmiðlamenn í Frakklandi erum saman öllum tímum, eða svo gott sem. Í gærkvöldi, á hótelinu okkar í Annecy, fengum við að horfa á Jökulinn logar, heimildamyndina um íslenska landsliðið í undankeppninni. Kunnum við Sölva og Sævari bestu þakkir fyrir að koma myndinni til okkar. Ég hafði ekki séð myndina áður. Og það sem myndinni tekst er að færa manni nær landsliðinu. Henni tekst að leyfa manni að skyggnast aðeins á bak við tjöldin. Það er svo sem enginn stór leyndardómur afhjúpaður en það sem er fyrst og fremst gaman að sjá er hvernig samskiptin eru. Hlátrasköllin í rútunni, spilin á hótelinu og spjallið í sjúkraþjálfaraherberginu. Í myndinni sást greinilega það sem Eiður Smári talaði um á blaðamannafundinum í gær. Að samheldnin í landsliðinu hefði aldrei verið jafn mikil á þeim 20 árum sem hann hefur verið í landsliðinu. Það er það sem stendur upp úr eftir að hafa horft á myndina - að íslenska landsliðinu tókst að leggja stórþjóðir í knattspyrnu að velli með skipulag og samheldni að vopni. Þetta þema hefur haldið áfram á EM í Frakklandi. Stærsta ástæðan fyrir því að við erum á leið í leik í 16-liða úrslitunum í keppninni er að íslenska vörnin hefur ekki brotnað. Ég átta mig á því að við höfum fengið á okkur mark í hverjum einasta leik í keppninni til þessa en það hefur einfaldlega ekki verið nóg til að brjóta íslenska liðið niður. Okkar menn hafa ávallt átt svar. Skipulagið hefur verið aðalsmerki varnarleiks íslenska liðsins. En samheldnin og óþrjótandi vilji leikmanna til að ná lengra og gera enn betur en áður hefur fært það á þann stað sem það er komið á. Heimir Hallgrímsson hafði það á orði í myndinni að nýju knattspyrnuhallirnar og sú staðreynd að íslensk ungmenni gætu í dag stundað íþróttina allan ársins hring myndi leiða af sér að Ísland myndi ala af sér annars konar knattspyrnumenn og -konur en hingað til. Ég hef líka velt þessu fyrir mér og má vel vera að það verði svo í framtíðinni. En í dag erum við að njóta þess besta úr báðum heimum. Knattspyrnumennirnir okkar í dag eru alveg jafn miklir naglar og goðsagnir fyrri ára en fengu betra knattspyrnuuppeldi. Og eru þar af leiðandi betri knattspyrnumenn, heilt yfir. Ég vona að myndin gefi rétta mynd af landsliðinu og upplifun okkar sem standa fyrir utan liðið sé réttmæt. Ef svo er þá er engin ástæða til að óttast enskt landsliðið sem hefur átt í basli með að vinna leiki gegn varnarsinnuðum liðum. Íslenska landsliðið hefur að minnsta kostið unnið sér inn þann rétt að það beri að virða fyrir þá styrkleika sem liðið býr yfir og nýtir sér. Við eigum líka eftir nokkra ása í erminni. Gylfi Þór Sigurðsson á enn eftir að sýna sín bestu tilþrif á mótinu og það skal enginn efast um að Eið Smára þyrstir í að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, hvað þá í leik gegn Englandi á stórmóti þar sem allt er undir. Uppskriftin er tilbúin. Við eigum ólseiga en góða knattspyrnumenn sem eru til í að vaða eld og brennistein fyrir land og þjóð. Við eigum líka leikmenn með einstaklingsgæði sem bíða bara eftir því að fá að blómtsra. Og við eigum líka knattspyrnuóða þjóð sem þráir líklega ekkert heitar en að slá England úr leik á stórmóti - og það helst í vítaspyrnukeppni. Það má vel vera að flestum þyki það galið að gera raunhæfar væntingar til þess að það verði hægt. En ég er viss um að trú leikmanna landsliðsins sé það sterk að þeir telja þetta bara eina hindrun á vegferðinni sinni, sem ekki sér enn fyrir endann á.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Sjá meira
Við fjölmiðlamenn í Frakklandi erum saman öllum tímum, eða svo gott sem. Í gærkvöldi, á hótelinu okkar í Annecy, fengum við að horfa á Jökulinn logar, heimildamyndina um íslenska landsliðið í undankeppninni. Kunnum við Sölva og Sævari bestu þakkir fyrir að koma myndinni til okkar. Ég hafði ekki séð myndina áður. Og það sem myndinni tekst er að færa manni nær landsliðinu. Henni tekst að leyfa manni að skyggnast aðeins á bak við tjöldin. Það er svo sem enginn stór leyndardómur afhjúpaður en það sem er fyrst og fremst gaman að sjá er hvernig samskiptin eru. Hlátrasköllin í rútunni, spilin á hótelinu og spjallið í sjúkraþjálfaraherberginu. Í myndinni sást greinilega það sem Eiður Smári talaði um á blaðamannafundinum í gær. Að samheldnin í landsliðinu hefði aldrei verið jafn mikil á þeim 20 árum sem hann hefur verið í landsliðinu. Það er það sem stendur upp úr eftir að hafa horft á myndina - að íslenska landsliðinu tókst að leggja stórþjóðir í knattspyrnu að velli með skipulag og samheldni að vopni. Þetta þema hefur haldið áfram á EM í Frakklandi. Stærsta ástæðan fyrir því að við erum á leið í leik í 16-liða úrslitunum í keppninni er að íslenska vörnin hefur ekki brotnað. Ég átta mig á því að við höfum fengið á okkur mark í hverjum einasta leik í keppninni til þessa en það hefur einfaldlega ekki verið nóg til að brjóta íslenska liðið niður. Okkar menn hafa ávallt átt svar. Skipulagið hefur verið aðalsmerki varnarleiks íslenska liðsins. En samheldnin og óþrjótandi vilji leikmanna til að ná lengra og gera enn betur en áður hefur fært það á þann stað sem það er komið á. Heimir Hallgrímsson hafði það á orði í myndinni að nýju knattspyrnuhallirnar og sú staðreynd að íslensk ungmenni gætu í dag stundað íþróttina allan ársins hring myndi leiða af sér að Ísland myndi ala af sér annars konar knattspyrnumenn og -konur en hingað til. Ég hef líka velt þessu fyrir mér og má vel vera að það verði svo í framtíðinni. En í dag erum við að njóta þess besta úr báðum heimum. Knattspyrnumennirnir okkar í dag eru alveg jafn miklir naglar og goðsagnir fyrri ára en fengu betra knattspyrnuuppeldi. Og eru þar af leiðandi betri knattspyrnumenn, heilt yfir. Ég vona að myndin gefi rétta mynd af landsliðinu og upplifun okkar sem standa fyrir utan liðið sé réttmæt. Ef svo er þá er engin ástæða til að óttast enskt landsliðið sem hefur átt í basli með að vinna leiki gegn varnarsinnuðum liðum. Íslenska landsliðið hefur að minnsta kostið unnið sér inn þann rétt að það beri að virða fyrir þá styrkleika sem liðið býr yfir og nýtir sér. Við eigum líka eftir nokkra ása í erminni. Gylfi Þór Sigurðsson á enn eftir að sýna sín bestu tilþrif á mótinu og það skal enginn efast um að Eið Smára þyrstir í að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, hvað þá í leik gegn Englandi á stórmóti þar sem allt er undir. Uppskriftin er tilbúin. Við eigum ólseiga en góða knattspyrnumenn sem eru til í að vaða eld og brennistein fyrir land og þjóð. Við eigum líka leikmenn með einstaklingsgæði sem bíða bara eftir því að fá að blómtsra. Og við eigum líka knattspyrnuóða þjóð sem þráir líklega ekkert heitar en að slá England úr leik á stórmóti - og það helst í vítaspyrnukeppni. Það má vel vera að flestum þyki það galið að gera raunhæfar væntingar til þess að það verði hægt. En ég er viss um að trú leikmanna landsliðsins sé það sterk að þeir telja þetta bara eina hindrun á vegferðinni sinni, sem ekki sér enn fyrir endann á.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Sjá meira