Hemmi Hreiðars með pistil í Mail on Sunday: Passið ykkur England Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2016 10:30 Hermann Hreiðarsson fagnar marki með Portsmouth. Vísir/Getty Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, núverandi þjálfari Fylkis í Pepsi-deildinni lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur því ekki mikið á óvart að Mail on Sunday hafi fengið hann til að skrifa pistil fyrir komandi leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar í fótbolta í Frakklandi. Fyrirsögnin á pistil Hermanns er „Watch out England, your biggest fans are coming for you!" eða „Passið ykkur England, ykkar mestu aðdáendur eru mættir til að slá ykkur út." „Ég, sem stoltur Íslendingur, sem spilaði fyrir þjóð mína í fimmtán ár og naut þeirra forréttenda einnig að spila fótbolta í Englandi í fimmtán ár, get sagt ykkur hreint út að það að mæta Englandi á EM er draumur fyrir okkur," byrjar Hermann pistil sinn. „Mörg okkar fylgjumst náið með enskum liðunum. Við munum fagna því að sjá okkar menn mæla sig á móti leikmönnunum sem við fylgjumst svo vel með í ensku deildinni," skrifar Hermann. Fylkir á að mæta Víkingi í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn, daginn eftir leik Íslands og Frakklands, en Hermann segist vera að reyna að fá þeim leik frestað. „Ég ætlaði ekki að fara til Frakklands af því ég er að þjálfa lið í efstu deild á Íslandi en reynið bara að stoppa mig núna. Við eigum reyndar leik á þriðjudaginn, því okkar deild er spiluð á sumrin, en bæði liðin eru á meðan ég skrifa þetta að reyna að fá þeim leik frestað, svo að við getum hitt fyrir 30 þúsund landa okkur og upplifað þennan leik í eigin persónu," skrifar Hermann. Hermann hrósar bæði íslenska landsliðinu og því enska í pistli sínum og segist bera mikla virðingu fyrir enskum fótbolta enda hafi tími hans í Englandi verið ánægjulegur. „Við vitum að England verður mun meira með boltann í Nice. Við munum hinsvegar fá okkar færi og við erum með menn í liðinu, eins og Gylfa Þór Sigurðsson, sem geta gert út um leiki," skrifar Hermann. „Þó að við elskum enska boltann á Íslandi þá eru við fótboltaóð þjóð og okkar lið hefur fangað hjarta allra í okkar samfélagi," skrifar Hermann. „Það yrði annar draumur fyrir okkur að ná í úrslit en það er öruggt að þarna verður frábært andrúmsloft þar sem tveir stuðningsmannahópar munu lifa í sátt og samlyndi og njóta stundarinnar," skrifar Hermann. „Hvort liðið sem vinnur, þá verður það lið mitt lið út keppnina. Ég vil trúa því að það gildi hið sama hjá ykkur," skrifaði Hermann að lokum. Það er hægt að lesa allan pistil hans með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira