Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2016 13:30 Síðast þegar karlalandslið Englands og Íslands mættust á knattspyrnuvellinum unnu þeirr fyrrnefndu 6-1 sigur. Vettvangurinn var City of Manchester Stadium í samnefndri borg og var æfingaleikur í aðdraganda EM 2004, raunar síðasti leikur Englands fyrir mótið. Byrjunarlið Íslands þennan dag var svona: Árni Gautur Arason, Indriði Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson. Pétur Marteinsson, sem er hluti af teymi Símans á Evrópumótinu, man vel eftir leiknum. „Ég ætlaði að segja því miður en þetta var upplifun,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þarna voru þeir með frábært lið. Beckham, Scholes og Owen með Rooney frammi.“ Pétur Marteins rifjar upp 6-1 leikinn í spilaranum að neðan. Byrjunarlið Englands í leiknum var svona: Paul Robinson, Gary Neville, Ashley Cole, Sol Campbell, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Frank Lampard, Paul Scholes, Wayne Rooney og Michael Owen. „Ég man eftir því fyrir leik að þá kemur sænski þjálfarinn þeirra Sven Göran Eriksson inn í klefa til okkar og segir: „Hey strákar, þetta er síðasti leikur fyrir stórmót, „take it easy“. Engar tæklingar, ekkert rugl,“ rifjar Pétur upp brosandi. „Svo förum við út á völl og eftir þrjár til fjórar mínútur kom Paul Scholes fljúgandi í Heiðar Helgu, negldi hann með tökkunum fyrir ofan hné,“ segir Pétur. Augljóst rautt spjald að hans mati en Scholes slapp eins og svo oft áður. „Þannig að þeir fóru ekki eftir þessari reglu hjá Sven Göran,“ segir Pétur. Wayne Rooney skoraði tvö mörk í leiknum, annað með glæsilegu langskoti, og allt gekk upp hjá þeim að sögn Péturs og grínast: „Ekki eins mikið hjá okkur.“Mörkin úr leiknum í Manchester 2004 má sjá í spilaranum að neðan. Rooney vissi ekki af skilaboðunum Blaðamaður ákvað að spyrja Wayne Rooney út í þennan leik fyrir tólf árum á blaðamannafundi í Nice í gær. „Já, ég man eftir leiknum,“ sagði Rooney á fundinum. „Ég vissi reyndar ekki að Sven Göran hefði gert þetta.“ Leikurinn hefði verið góður undirbúningsleikur og gott hefði verið að vinna hann.Svar Rooney má sjá eftir 13 mínútur og 30 sekúndur í spilaranum að neðan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Síðast þegar karlalandslið Englands og Íslands mættust á knattspyrnuvellinum unnu þeirr fyrrnefndu 6-1 sigur. Vettvangurinn var City of Manchester Stadium í samnefndri borg og var æfingaleikur í aðdraganda EM 2004, raunar síðasti leikur Englands fyrir mótið. Byrjunarlið Íslands þennan dag var svona: Árni Gautur Arason, Indriði Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson. Pétur Marteinsson, sem er hluti af teymi Símans á Evrópumótinu, man vel eftir leiknum. „Ég ætlaði að segja því miður en þetta var upplifun,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þarna voru þeir með frábært lið. Beckham, Scholes og Owen með Rooney frammi.“ Pétur Marteins rifjar upp 6-1 leikinn í spilaranum að neðan. Byrjunarlið Englands í leiknum var svona: Paul Robinson, Gary Neville, Ashley Cole, Sol Campbell, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Frank Lampard, Paul Scholes, Wayne Rooney og Michael Owen. „Ég man eftir því fyrir leik að þá kemur sænski þjálfarinn þeirra Sven Göran Eriksson inn í klefa til okkar og segir: „Hey strákar, þetta er síðasti leikur fyrir stórmót, „take it easy“. Engar tæklingar, ekkert rugl,“ rifjar Pétur upp brosandi. „Svo förum við út á völl og eftir þrjár til fjórar mínútur kom Paul Scholes fljúgandi í Heiðar Helgu, negldi hann með tökkunum fyrir ofan hné,“ segir Pétur. Augljóst rautt spjald að hans mati en Scholes slapp eins og svo oft áður. „Þannig að þeir fóru ekki eftir þessari reglu hjá Sven Göran,“ segir Pétur. Wayne Rooney skoraði tvö mörk í leiknum, annað með glæsilegu langskoti, og allt gekk upp hjá þeim að sögn Péturs og grínast: „Ekki eins mikið hjá okkur.“Mörkin úr leiknum í Manchester 2004 má sjá í spilaranum að neðan. Rooney vissi ekki af skilaboðunum Blaðamaður ákvað að spyrja Wayne Rooney út í þennan leik fyrir tólf árum á blaðamannafundi í Nice í gær. „Já, ég man eftir leiknum,“ sagði Rooney á fundinum. „Ég vissi reyndar ekki að Sven Göran hefði gert þetta.“ Leikurinn hefði verið góður undirbúningsleikur og gott hefði verið að vinna hann.Svar Rooney má sjá eftir 13 mínútur og 30 sekúndur í spilaranum að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00
EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00
EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00