Hjartalæknir gefur Íslendingum góð ráð fyrir leikinn gegn Englandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2016 11:07 Þessir Íslendingar tóku daginn þokkalega snemma í Nice og munu styðja sína menn á Allianz Riviera í kvöld. Vísir/Vilhelm Hjartaáföllum getur fjölgað í kringum atburði þar sem mikil geðshræring grípur um sig. Reikna má með mikilli spennu í kvöld þegar England og Ísland mætast á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, hefur tekið saman góð ráð fyrir kvöldið en flautað verður til leiks klukkan 19. Davíð ráðleggur fólki meðal annars að borða ekki þunga máltíð rétt fyrir eða samhliða leiknum, forðast mikla áfengisneyslu og drekka nóg af vatni ef horft er á leikinn í miklum hita. Ef spennustigið verður of hátt er gott að draga andann djúpt nokkrum sinnum og jafnvel taka sér stutt hlé frá leiknum. Pistil Davíðs í heild má sjá hér að neðan. Geta landsleikir í fótbolta verið hættulegir heilsunni? Það hefur ekki farið framhjá neinum að knattspyrnulandsliðið okkar hefur staðið sig frábærlega vel á EM sem nú fer fram í Frakklandi. Ekki nóg með það heldur hafa leikirnir verið þvílíkt jafnir og spennandi að sumum þykir nóg um. Ýmsir hafa jafnvel velt fyrir sér hvort svona spenna sí ofan í æ geti verið óholl fyrir hjartað, ekki síst fyrir þá sem kunna að vera veikir fyrir. Geðshræring og hjartaáföll Það er þekkt að hjartaáföllum getur fjölgað í kringum atburði þar sem mikil geðshræring grípur um sig, til dæmis við náttúrurhamfarir og jafnvel alvarlegar umferðateppur. Fótbolti getur auðvitað leitt til þess að spennustig einstaklinga hækkar verulega og það hefur verið sýnt fram á aukningu á bráðum hjartatilfellum í kringum mikilvæga leiki. Það var gerð rannsókn í Þýskalandi þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var haldin þar fyrir áratug og kom í ljós að á leikdögum Þjóðverja fjölgaði komum til muna á bráðamóttökur vegna brjóstverkja og hjartsláttartruflana. Hér heima var gerð rannsókn í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Hún sýndi fram á aukningu á komum á bráðamóttökur hjá einstaklingum með einkenni frá hjarta í nokkra daga eftir frægt ávarp þáverandi forsætisráðherra. Íslendingar virðast því síður en svo vera ónæmir fyrir áhrifum stórra viðburða á heilsuna. Við urðum ekki vör við fjölgun á heimsóknum á Hjartagátt Landspítala í tengslum við leik Íslands og Austurríkis síðastliðinn miðvikudag þrátt fyrir mjög svo æsilegan endi á þeim leik. Samkvæmt ofansögðu er þó vissulega ákveðin hætta fyrir hendi. Það stefnir í spennandi leik gegn Englendingum á mánudaginn kemur og sumir spá að hann geti jafnvel endað í vítaspyrnukeppni. Ef svo fer mun heldur betur reyna á taugar landsmanna enda kannski fátt meira taugatrekkjandi en vítaspyrnukeppni þar sem mikið er í húfi. Er hægt að undirbúa sig fyrir svona átök? Það er auðvitað ekki hægt að ráðleggja fólki sem er veikt fyrir að horfa ekki á leikinn. Það myndu sennilega ekki margir hlusta á slíkar ráðleggingar hvort eða er. Þetta hefur jú verið þvílík skemmtun hingað til og svona árangur eflir auðvitað þjóðarstoltið svo um munar. Það eru þó nokkur almenn ráð sem rétt er að hafa í huga og gætu dregið úr hættu á bráðum uppákomum varðandi hjartað. Þetta á ekki síst við um þá sem eru með þekktan hjartasjúkdóm. -Forðast að borða þunga máltíð rétt fyrir eða samhliða leiknum, ekki síst fituríkan skyndimat. -Ekki vera illa sofin. -Forðast mikla áfengisneyslu fyrir eða samhliða leiknum. -Forðast miklar reykingar þar sem tóbak eykur á samdrátt í kransæðum og getur þannig aukið líkur á hjartaáfalli undir þessum kringumstæðum. -Þeir sem eru á hjartalyfjum ættu að muna sérstaklega vel eftir á taka þau á leikdag. Þetta á ekki síst við ef þeir taka svokallaða beta blokka og hjartamagnýl. -Ef heitt er í veðri og horft er á leikinn úti, t.d. á Ingólfstorgi getur vatnsdrykkja samhliða verið gagnleg. -Ef spennustigið hjá einstaklingum verður of hátt, þá er gott að draga andann djúpt nokkrum sinnum og jafnvel taka sér stutt hlé frá leiknum. Ef einkenni frá hjarta gera vart við sig, einkum brjóstverkur sem varir í meira en nokkra mínútur eða skyndilegur hraður jafnvel óreglulegur hjartsláttur er ágætt að muna eftir númeri Neyðarlínunnar – 112. Áfram Ísland! Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga, Landspítala EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Hjartaáföllum getur fjölgað í kringum atburði þar sem mikil geðshræring grípur um sig. Reikna má með mikilli spennu í kvöld þegar England og Ísland mætast á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, hefur tekið saman góð ráð fyrir kvöldið en flautað verður til leiks klukkan 19. Davíð ráðleggur fólki meðal annars að borða ekki þunga máltíð rétt fyrir eða samhliða leiknum, forðast mikla áfengisneyslu og drekka nóg af vatni ef horft er á leikinn í miklum hita. Ef spennustigið verður of hátt er gott að draga andann djúpt nokkrum sinnum og jafnvel taka sér stutt hlé frá leiknum. Pistil Davíðs í heild má sjá hér að neðan. Geta landsleikir í fótbolta verið hættulegir heilsunni? Það hefur ekki farið framhjá neinum að knattspyrnulandsliðið okkar hefur staðið sig frábærlega vel á EM sem nú fer fram í Frakklandi. Ekki nóg með það heldur hafa leikirnir verið þvílíkt jafnir og spennandi að sumum þykir nóg um. Ýmsir hafa jafnvel velt fyrir sér hvort svona spenna sí ofan í æ geti verið óholl fyrir hjartað, ekki síst fyrir þá sem kunna að vera veikir fyrir. Geðshræring og hjartaáföll Það er þekkt að hjartaáföllum getur fjölgað í kringum atburði þar sem mikil geðshræring grípur um sig, til dæmis við náttúrurhamfarir og jafnvel alvarlegar umferðateppur. Fótbolti getur auðvitað leitt til þess að spennustig einstaklinga hækkar verulega og það hefur verið sýnt fram á aukningu á bráðum hjartatilfellum í kringum mikilvæga leiki. Það var gerð rannsókn í Þýskalandi þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var haldin þar fyrir áratug og kom í ljós að á leikdögum Þjóðverja fjölgaði komum til muna á bráðamóttökur vegna brjóstverkja og hjartsláttartruflana. Hér heima var gerð rannsókn í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Hún sýndi fram á aukningu á komum á bráðamóttökur hjá einstaklingum með einkenni frá hjarta í nokkra daga eftir frægt ávarp þáverandi forsætisráðherra. Íslendingar virðast því síður en svo vera ónæmir fyrir áhrifum stórra viðburða á heilsuna. Við urðum ekki vör við fjölgun á heimsóknum á Hjartagátt Landspítala í tengslum við leik Íslands og Austurríkis síðastliðinn miðvikudag þrátt fyrir mjög svo æsilegan endi á þeim leik. Samkvæmt ofansögðu er þó vissulega ákveðin hætta fyrir hendi. Það stefnir í spennandi leik gegn Englendingum á mánudaginn kemur og sumir spá að hann geti jafnvel endað í vítaspyrnukeppni. Ef svo fer mun heldur betur reyna á taugar landsmanna enda kannski fátt meira taugatrekkjandi en vítaspyrnukeppni þar sem mikið er í húfi. Er hægt að undirbúa sig fyrir svona átök? Það er auðvitað ekki hægt að ráðleggja fólki sem er veikt fyrir að horfa ekki á leikinn. Það myndu sennilega ekki margir hlusta á slíkar ráðleggingar hvort eða er. Þetta hefur jú verið þvílík skemmtun hingað til og svona árangur eflir auðvitað þjóðarstoltið svo um munar. Það eru þó nokkur almenn ráð sem rétt er að hafa í huga og gætu dregið úr hættu á bráðum uppákomum varðandi hjartað. Þetta á ekki síst við um þá sem eru með þekktan hjartasjúkdóm. -Forðast að borða þunga máltíð rétt fyrir eða samhliða leiknum, ekki síst fituríkan skyndimat. -Ekki vera illa sofin. -Forðast mikla áfengisneyslu fyrir eða samhliða leiknum. -Forðast miklar reykingar þar sem tóbak eykur á samdrátt í kransæðum og getur þannig aukið líkur á hjartaáfalli undir þessum kringumstæðum. -Þeir sem eru á hjartalyfjum ættu að muna sérstaklega vel eftir á taka þau á leikdag. Þetta á ekki síst við ef þeir taka svokallaða beta blokka og hjartamagnýl. -Ef heitt er í veðri og horft er á leikinn úti, t.d. á Ingólfstorgi getur vatnsdrykkja samhliða verið gagnleg. -Ef spennustigið hjá einstaklingum verður of hátt, þá er gott að draga andann djúpt nokkrum sinnum og jafnvel taka sér stutt hlé frá leiknum. Ef einkenni frá hjarta gera vart við sig, einkum brjóstverkur sem varir í meira en nokkra mínútur eða skyndilegur hraður jafnvel óreglulegur hjartsláttur er ágætt að muna eftir númeri Neyðarlínunnar – 112. Áfram Ísland! Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga, Landspítala
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira